Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 63

Jökull - 01.10.1998, Side 63
hólsmýri og héldu þeir þaðan ríðandi snemma morguns. Lá leið þeirra upp undir „Staðarfjöll" (Sléttu- björg ?) en þar voru góðir hagar og því kjörið að skilja hestana eftir án þess að eiga það á hættu að þeir rásuðu um of. En gefum nú Frisak orðið. „Við urðurn að leggja margar lykkjur á leið okkar til þess að komast fram hjá opnum sprungum. Þar sem snjór lá yfir, varð að kanna snjóinn nákvæmlega og af varfæmi. Loksins komumst við áfallalaust upp undir Hnappinn, en hann var ekki auðgenginn. Hann er keilulaga og ég tel, að hallinn sé milli 20 og 30 gráður miðað við lóðrétta línu. Hér urðum við að höggva þrep í snjóinn og jökulísinn með skóflunni, ég byrjaði, því ég fór alltaf á undan, en Magnus tók brátt við af mér, og loks, þegar 86 þrep höfðu verið hoggin, náðum við toppnum. Hér sá ég í vestri aðeins næstu jökultinda og þokuna, sem lá yfir vesturfjöllunum. Ég neita því ekki, að Lómagnúpur hefði getað sést í gegnum eitthvert skarð, þó var það óvíst. En það var öruggt, að hæðirnar í vestri tak- mörkuðu alla útsýn, þar sem þær lágu á milli, og því var ekki hægt að sjá allt það, sem þurfti að sjá. Þessi staður var því ónothæfur. /—/ Við gengum nú niður af Hnappnum aftur og vestur eftir sléttum jöklinum í átt að hæð til þess að reyna, hvort ég gæti séð frá honum Þverártindsegg og Fellssel, [?] en hvorugt sást. Því var þessi hæð ónothæf eins og sú fyrri, þótt ég efist ekki um, að þaðan sjáist allt, sem maður óskar sér í vestri. 1. mynd. Suðurbrún gígs Öræfajökuls af Hvannadalshnúki. Frá vinstri: Eystri Hnappurinn, vestari Hnappurinn, Rótar- fjallshnúkur, Ingólfshöfði og lengst til hægri sjást sprungur í drögum Falljökuls. Ljósm. Ingólfur Isólfsson 14/7 1942. - From Hvannadalshnúkur towards south, across the crater of Orœfajökull. Þessi fullyrðing er óviss, því stuttu eftir, að við komumst upp á jökulinn, byrgði þokan öll lægri fjöll í suðri og vestri. I austri var þokan minni, og ég veit ekki betur en að ég sæi toppinn á Kleifartindi [Klifatindi] yfir þokuna, sem einnig lá þar neðra. A leiðinni frá Hnappnum og að áðumefndri jökulhæð eða hnúk gerði myrka þoku og við settumst niður á snjóinn. /—/ Þokunni létti innan stundar, og þá komum við að áðumefndri jökulhæð, en hér varð Magnus að moka nokkur þrep eins og við Hnappinn en ekki nærri eins mörg, og í brattanum voru sprungur, sem við urðum að gæta okkar á. Nú fylgdum við spomm okkar niður af jöklinum, og ég varð mjög feginn, þegar við vorum komnir með heppni yfir huldu sprungumar. Nú verð ég að gera allt aðra áætlun um framhald þríhymingsmæl- inganna, og ég verð að hafa mælingastað á Staðarfjalli eins og ég hugsaði mér í fyrra.“ Hafa verður í huga það sem kemur glöggt fram við lestur dagbókarinnar, að markmið Frisaks með jökulgöngunni er ekki að ganga á hæsta hluta jökulsins, heldur þann stað sem gæfi bæði bestu sjónlínu og hom milli mælipunkta upp af strand- lengjunni austan og vestan jökulsins ásamt sigti á mælingavörðu á Ingólfshöfða. Með framangreind atriði í huga er ekki unnt að slá því föstu að jökulhæð sú sem þeir gengu á að loknu klifrinu á Hnappinn hafi verið Hvannadalshnúkur. Hann er í fimm kílómetra fjarlægð til norðvesturs frá Hnappnum og af honum sést Þver- ártindsegg prýðilega. Aftur á móti er Rótarfjallshnúkur í eins kílómetra fjarlægð til há vesturs frá Hnappnum og af honum sést Þverártindsegg ekki. :,5‘40102 1839 5/8 I Landfræðissögu sinni segir Þorvaldur Thoroddsen svo um sr. Sigurð Gunnarsson á Hall- ormsstað, „I fyrstu ritgjörðinni >um öræfi Islands< lýsir síra Sigurður útsjón af norðvesturhorni Vatna- jökuls suðvestur af Kistufelli, þangað kom hann með Birni Gunnlaugssyni 5. ágúst 1839, veðrið var hið besta og útsjónin dýrðleg; hér fær Sigurður Gunnars- son tækifæri til að lýsa norður brún Vatnajökuls og öræfum og fjöllum þar í nánd, eptir því sem þau þá voru kunnug.“ 92'116- 1840 5/7 Sr. Pjetur Guðmundsson frá Grímsey segir svo í riti sínu, Annáll nítjándu aldar, um J.C. Schythe, danskan náttúrufræðing sem fór ásamt sr. JÖKULL, No. 45, 1998 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.