Jökull


Jökull - 01.10.1998, Page 65

Jökull - 01.10.1998, Page 65
1875 24/6 William L. Watts, Páll Pálsson „Jökuir, Eyjólfur Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, Kristófer Þorvarðarson frá Fossi á Síðu, Olgeir Þor- steinsson frá Króki í Meðallandi og Sigurfinnur Ketilsson frá Bólstað í Mýrdal lögðu upp frá Núpsstað að Síðujökli ásamt fjómm mönnum er fylgdu þeim að Pálsfjalli. Það vom þeir Bjami ?son, sem verið hafði með Watts árið áður, Gísli Magnússon frá Rauðabergi, Vigfús ?son og „mállaus og heyrnarlaus maður.“ Sexmenningamir héldu frá Pálsfjalli, norðaustur eftir jöklinum og af honum við Kistufell.79112 1880 12/8 Jón Þorkelsson frá Víðikeri, Jón Stef- ánsson frá Syðri-Neslöndum, Helgi Jónsson frá Geit- eyjarströnd og Pétur Pétursson frá Stóru-Laugum, kallaðir „landaleitarmenn" því þeir áttu að leita óþekktra haglenda í Odáðahrauni, fóm suð-austanvert við Gæsahnúk á jökul, suður og austur fyrir Kistufell og þar niður á Dyngjujökulsaurinn.70 1884 17/8 Þorvaldur Thoroddsen, Ögmundur Sigurðsson og Jón Þorkelsson frá Víðikeri fóm á jökul á svipuðum slóðum og „landaleitarmennirnir“ en vegna slæmrar reynslu Jóns úr þeirri ferð af sprungu- svæði austan Kistufells fóru þeir nú af jöklinum vestan fellsins.117- 1890 12/8 Frederick W.W. Howell, Páll Jónsson, Þorlákur Þorláksson og Jón Sigurðsson, þrír síðast nefndu frá Svínafelli, freistuðu göngu á Hvannadals- hnúk. Þeir fóru yfir tungu Virkisjökuls, upp Hvanna- dal og Hvannadalshrygg á jökul. Þar sneru þeir við vegna veðurs og héldu sömu leið til baka.24 1891 ?/6 Bjöm Pálsson, bóndi á Kvískerjum, greinir frá því í bréfi til Jóns Eyþórssonar sem birt var í janúarhefti tímaritsins Heima er best árið 1953 að hann hafi ásamt föður sínum og afa farið frá Svínafelli í Öræfum í kaupstaðarferð á Papós. Þegar þeir komu að Jökulsá á Breiðamerkursandi var hún ófær svo fara varð jökul. „Við fómm yfir jökulinn austur, og var þar heldur góður vegur og ekki langur, nálægt 1 klt. ferð. En til baka fórum við Jökulsá, sem var í mörgum kvíslum og ekki mjög djúp. /—/ Fram með Fells- öldunum urðum við að fara eftir fjömnni því að jökull- inn var þá fremst á öldunum, og Stemma rann fyrir vestan þær - eða vestarlega úr þeim -, og var farið þar yfir hana.“ í bréfinu skýrir Björn frá fleiri ferðum sínum fyrir Jökulsá og er það merk og greinargóð heimild um slík ferðalög.10 1891 17/8 Frederick W.W. Howell, Mr. Coult- hard, Páll Jónsson, Þorlákur Þorláksson og Jón Sig- urðsson héldu aftur á Öræfajökul en nú upp frá Sand- felli. Þegar þeir vom um það bil að komast að jökul- rönd varð Mr. Coulthard ómótt og fylgdi Jón Sigurðs- son honum til byggða. Hinir héldu áfram göngunni og stefndu á vestari Hnappinn sem Howell kleif en sá þá að tindur á norðvesturbrúninni (Hvannadalshnúkur) var hærri. Hann var einnig klifinn og síðan haldið niður að Sandfelli. Ef Frisak og félagar hans hafa ekki gengið á Hvannadalshnúk fyrstir manna árið 1813 fellur sá heiður í hlut Howells og förunauta hans tveggja því engar heimildir hef ég (JEI) fundið um ferðir annarra á hnúkinn á þessu árabili.24 1899 30/6 Christian Schierbeck læknir gekk þá á Hvannadalshnúk ásamt Páli Jónssyni og Jóni Sigurðs- syni, Svínafelli. Fóru þeir vestur frá Sandfelli og síðan upp með Hvannadalshrygg á Hvannadalshnúk og sömu leið til baka. Fengu þeir hríðarveður á jöklinum. Schierbeck hafði dvalið eitthvað veturinn áður hjá Otto Tuliníus á Höfn. Hann útskrifaðist úr læknaskólanum hér 28. júní árið 1900 og fór síðan til Noregs.11 1901 3/8 Daniel Bruun og Elías Jónsson bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal fóm á hestum um austanverð- an Brúarjökul til þess, eins og Bruun segir, aðreynaað átta sig á sannleiksgildi gamalla sagna um ferðir yfir jökulinn til og frá Homafirði.1213 1902 ±? Flosi Bjömsson skrifar 27, ágúst 1992, „Fyrst ég minnist á Esjufjöllin, kemur mér til hugar að faðir minn [Bjöm Pálsson, bóndi á Kvískerjum] lagði einhverju sinni upp í Esjufjallaför skömmu eftir alda- mótin og var einn. En þegar hann var kominn talsvert upp eftir Esjufjallarönd eða jöklinum þar, tók að draga upp bliku og gerði brátt rigningu. Sneri því við heim á leið. Varð ekki af því að hann færi þangað nokkru sinni.“ '9- JÖKULL, No. 45, 1998 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.