Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 66

Jökull - 01.10.1998, Side 66
1902 ? Daniel Bruun og Ögmundur Sigurðsson fóru ríðandi upp úr Staðardalnum, um drög Skálafells- og Heinabergsjökla, í átt að Breiðubungu. Markmiðið var tvíþætt, vörðuhleðsla vegna fyrirhugaðra land- mælinga og svo frekari könnun á áhugaefni Bruuns um ferðir yfir jökulinn fyrr á öldum.78 1903 ? í æfisögu sinni getur Þorleifur Jónsson í Hólum þess að J.P. Koch og Gunnar Jónsson frá Þinganesi hafi lagt „uppá jökla frá Heinabergi og höfðu með sér meri gráa undir farangur. Ætluðu þeir að skreppa á jökli suður í Suðursveit. En þegar þeir voru skammt komnir áleiðis gerði snjóbil mikinn og hríð harða. Tóku þeir til ráðs að tjalda þar yfir sig og far- angurinn. Bundu þeir þá gráu við tjaldhæl og gáfu henni heytuggu. Næsta dag var komið gott veður, og fóru þeir þá, sem leið lá, eftir jökli niður í Staðardalinn í Suðursveit." 113 1903 ?/8 J.P. Koch, tveir Danir og einn íslend- ingur fóru á hestum með sleða upp Heinabergsjökul, norður 2/3 hluta leiðarinnar að Snæfellshálsi og til baka niður Staðardal (u.þ.b. 4 mílur = 30 km). Var þetta hluti af landmælingum Danska herforingjaráðs- ins er hófust í Austur-Skaftafellssýslu árið 1902.78 1904 21/6 J.P. Koch, Þorsteinn Guðmundsson, J. Leisted og Jens Pedersen lögðu af stað upp Skeiðarár- jökul til að mæla Öræfajökul, ásamt allmikilli birgða- lest. Vegna slæms færis komust þeir ekki lengra með birgðalestina en urn 2 km norður af Fæmesi. Daginn eftir byrjuðu mælingamenn og Þorsteinn að selflytja birgðir austur að Hermannaskarði og náðu í Tjaldskarð kl. 11 um kvöldið. Höfðu þar síðan aðalbækistöðvar lengst af meðan þeir dvöldu á Öræfajökli. Næstu daga var oftast slæmt skyggni til mælinga en 27. gerði bjartviðri og mældu þeir þá Hvannadalshnúk og austurbrún jökulsins. Gerði síðan þoku og snjókomu og voru þeir að mestu veðurtepptir næstu daga, þar til 6. júlí er þeir luku mælingum á Öræfajökli og héldu til byggða og komu að Svínafelli daginn eftir.6478 1904 10/7 Héldu Koch og Mikkelsen upp Skeiðar- árjökul áleiðis norður fyrir Skaftafellsfjöll og Öræfa- jökul til mælinga nokkru innar. Hinn 13. júlí fóru þeir alllangt norðvestur á Vatnajökul og þann 17. fór Mikkelsen til byggða en Buchwaldt hélt til móts við Koch. Hinn 18. júlí vom þeir komnir urn 14 km inn á Vatnajökul norður af Miðfelli. Dagana 22-24. júlí vom þeir nokkuð vestur af Esjufjöllum. Komu þeir til byggða þann 26. Um sama leyti mun einnig hafa verið lokið mælingum á Breiðamerkurjökli og austanverðum Öræfajökli. Þar mældi Leisted. Bækistöðvar hans voru í Breiðamerkurfjalli 20-24. júlí og mun hann einnig hafa farið inn á Breiðamerkurjökul.64'78 1904 ?/7 Páll Jónsson, Svínafelli, gekk á Öræfa- jökul í erindum mælingamanna, líklega í júlí. Var hann einn, fór upp frá Bleikafjalli og niður vestan við Stórhöfða. Sagður hafa gengið á Hnappinn. Mun hafa verið fremur hlýtt og víst markað fyrir spomm. 19 39 1904 8/8 J.H. Wigner og T.S. Muir, enskir félag- ar, fóru af Maríutungum á Brúarjökul og þaðan norð- anvert við Esjufjöll að Grænalóni og síðan af jökli skammt vestan þess.109• 1909 ?/6 Gekk dr. Max Ebeling (frá Berlín) á Hvannadalshnúk. Fylgdarmenn hans voru þeir Jón Pálsson, Svínafelli, og Ögmundur Sigurðsson. Gengu þeir á jökulinn frá Sandfelli og sömu leið þar niður. 19 39 1910 26/7 Hans Spethmann hélt ásamt Edward Erkes með Sigurð Sumarliðason og Tryggva Þórðarson sem leiðsögumenn, frá Svartárkoti suður með Skjálf- andafljóti á Dyngjuháls. Erindi þeirra var að halda áfram rannsóknum þeim er svo skyndilegan endi fengu við slysið á Öskjuvatni árið 1907. Aætlun þeirra var að fara að Kistufelli og hafa þar bækistöð en þoka og skakkur áttaviti villti um fyrir þeim svo að þeir áttuðu sig ekki fyrr en við sjálfa jökulbrúnina. Létu þeir þar fyrirberast um nóttina en með morgni kom í ljós að tjaldstaðurinn var við jökulinn vestur undir Gæsavötnum. Tryggvi hélt þann dag til byggða með hestana en hinir þrír gengu alllangt inn á jökulinn og síðan austur á Kistufell. Næstu daga em þeir á þessum slóðum, bæði á jökli og utan, en aðfaranótt 2. ágúst kom Tryggvi aftur með hestana og um hádegi þann dag héldu þeir norður í Öxnadal.71 64 JÖKULL, No. 45, 1998
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.