Jökull


Jökull - 01.10.1998, Síða 75

Jökull - 01.10.1998, Síða 75
þess dags „var haldin veisla í Álfagili við Djúpárbotna undir Langaskeri." Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er með vissu að íslendingar koma á Grímsfjall.3'28'59 1934 24/4 Dr. Niels Nielsen, Jóhannes Áskels- son, Kjartan Stefánsson frá Kálfafelli og Jón Pálsson frá Seljalandi fóru frá Kálfafelli á Síðujökul við Hágöngur. Þaðan héldu þeir norðaustur fyrir Þórðar- hymu og síðan í Grímsvötn. Hrepptu þeir illviðrasama tíð og gekk því ferðin seint. Þó gátu þeir gert allmiklar athuganir á gosinu og tekið nokkuð af ljósmyndum. Illviðrin fylgdu þeim nánast í byggð en þangað komu þeir þann 10. maí.4 65 1934 30/4 Guðlaugur Ólafsson frá Blómsturvöll- um, Sigmundur Helgason frá Hlíð og Helgi Pálsson frá Rauðabergi, aðstoðarmenn dr. Nielsar Nielsen, fóru frá jökulrönd með vistir í forðabúr sem komið hafði verið upp norðaustan Þórðarhyrnu þann 28. apríl. Lentu þeir í sífelldum illviðrum og ófærð en tókst þó að finna forðatjaldið aðfaranótt 5. maí. Þar biðu þeir í tvo sólarhringa en héldu síðan til byggða. Þann 8. maí lögðu svo fjórir menn úr byggð með Guðlaug sem leiðsögumann, að leita leiðangursmanna. Dr. Niels og félaga hittu þeir að kvöldi þess 9. á jöklinum í 1000 metra hæð og fylgdu þeim til byggða.465 1934 29/7 Dr. Ernst Herrmann, Rudolf Jonas, Herbert Lager, Bertill Lilliehöök og Gösta Hazelius gerðu tilraun til þess að komast í Grímsvötn. Fóru þeir frá Kálfafelli á Síðujökul en komust aðeins örfáa kílómetra norður fyrir Hágöngur, þar urðu þeir að snúa við og halda sömu leið til baka vegna veðurs, sprungna og tímaleysis. 59-84-97 1934 15/8 Þá var dr. Emst Herrmann aftur lagður af stað upp Síðujökul og nú í félagsskap Karls Schmid og Wilhelms Schneiderhan. Þeir fóru frá Kálfafelli og á jökul vestan Djúpár. Reyndist jökulbrúnin um það bil 50 metra há og mjög sprungin enda jökullinn hlaupinn. Veðrið var þeim líka óhagstætt og voru þeir nokkra daga að komast norður fyrir Þórðarhymu. Þar var öskulagið orðið svo þétt að þeir urðu að skilja sleð- ann eftir og leggja bróðurpart farangursins á bakið. Að kvöldi hins 23. ágúst voru þeir svo loksins komnir fram á brún Vatnanna við Vestari-Svíahnúk og ætluðu að ganga þaðan umhverfis Vötnin og freista þess að komast niður á helluna en fljótlega tók að snjóa og skyggni varð nánast ekkert. Þeir ákváðu því, bæði vegna veðurs og knappra birgða, að snúa við. Einhverra hluta vegna tóku þeir of suðlæga stefnu og voru, eftir 7 tíma göngu, komnir að miklu spmngusvæði sem þeir töldu vera gíginn frá gosinu árið 1903. Þaðan héldu þeir í sveig til vesturs í leit að sleðanum sem þeir fundu ekki, heldur tjald með ýmsum útbúnaði sem kom þeim vel. Tjald þetta hafði leiðangur dr. Niels Nielsen skilið eftir um vorið og má telja furðulegt að það skuli hafa verið uppistandandi. Þaðan fóm þeir svo af jökli skammt austan við Eldgíg og biðu þar nokkra daga eftir Stefáni bónda á Kálfafelli.59 1935 23/5 Dr. Andrea De Pollitzer-Pollenghi, Rudolf Leutelt og Karl Schmid fóru frá Kálfafelli norður Síðujökul og á Bárðarbungu. Þeir leituðu að há- bungunni nokkum tíma og fundu að lokum sléttan flöt sem var um hálfur ferkílómetri að stærð en þar mældist, með loftvog, mesta hæð á bungunni 2080 m yfir sjó. Af Bárðarbungu héldu þeir í góðu færi til Grímsvatna og þaðan um Síðujökul í byggð. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem gert hafði fjórar tilraunir til þess að ganga á bunguna án árangurs, hafði ætlað með þeim í þessa 6. mynd. Áð á Síðujökli á leið að eldstöðvunum í Gríms- vötnum. Frá vinstri: Guðmundur Einarsson, Jóhannes Áskelsson og Sveinn Einarsson. Ljósm. Lydía Pálsdóttir, 12/4 1934. - Resting on Síðujökull on the way to Grímsvötn. JÖKULL, No. 45, 1998 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.