Jökull


Jökull - 01.10.1998, Síða 78

Jökull - 01.10.1998, Síða 78
ofan í dalinn nokkuð innarlega. Kemur það heim og saman við heimildir um að Guðmundur, Leutelt og Schmid hafi eftir ferðina um austasta hluta jökulsins ætlað í Esjufjöll en einhverra hluta vegna breytt áætluninni.28'60- 1935 29/7 Gerd Wilt og Þorgeir Pálsson, Hofs- nesi, gengu þann dag á Hvannadalshnúk. Fóru þeir frá Fagurhólsmýri og komu niður að Sandfelli. Wilt var frá Hamborg og hafði stundað nám veturinn áður í Háskóla íslands.19'39 1935 30/7 Síðustu daga mánaðarins dvöldu þeir Pálmi Hannesson, Sigurður Þórarinsson, Steindór Steindórsson, Finnur Jónsson, Ingólfur Davíðsson og Magnús Björnsson fuglafræðingur í og við Eyjabakka- kofa austan Snæfells við ýmsar náttúrufræðilegar rannsóknir. í dagbók Magnúsar stendur eftirfarandi undir framangreindri dagsetningu: „I gær fóru þeir Steindór, Finnur, Sig Þór og Ingólfur suður að jökli og gengu á jökulinn /—/ Þetta sáu þeir af fuglum /—/ snjótittlinga (í jökulöldunum og í fjöllunum uppi í jökli).“ í sjálfsæfisögu sinni segir Steindór Steindórs- son í frásögn af sömu ferð „Einnig skoðuðum við Eyjabakkajökulinn allrækilega.“6M03 1935 1/8 Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Rudolf Leutelt fóru frá Fagurhólsmýri um Stórhöfða og hjá vestari Hnappnum á Hvannadalshnúk. Þaðan með Dyrhamri um Falljökul, að Rauðakambi, yfir Virkisjökul neðanverðan og að Svínafelli. ^7-5-60-62 1935 3/8 Þá fer Jón Eyþórsson snemma dags frá Vagnsstöðum í Suðursveit í fylgd Skarphéðins Gísla- sonar bónda á Vagnsstöðum (þótt hann nefni hann ekki) um Staðardal á Hálsaöxl, eftir Skerjum á jökul og síðan á „Birnudalstind" (Kaldárhnúk 1406 m sjá 1948). Getur hann þess að þar sé „allmikil varða á toppnum þar í flaska með nöfnunum Geir Gígja, Pálmi Jósefsson.“ Síðan heldur Jón niður Skálafells- jökulinn að Sultartungnagili en líst ekki á aðstæður og skrifar „Hætt við að hafa mælingastað í gilinu."52 1936 23/4 „Fjórði Dansk-íslenski leiðangurinn,“ eins og Noe-Nygaard kallaði hann, hélt um Síðujökul í Grímsvötn til frekari rannsókna. Leiðangursmenn voru dr. Niels Nielsen, Jóhannes Áskelsson, Arne Noe-Nygaard, Jón og Þórarinn Pálssynir frá Selja- landi við Hverfisfljót. Þeir hrepptu slæmt veður, eins og oft vill vera á þessum árstíma, margra daga stór- hríðar, bleytukafald og krapa. Þeir voru rúman mánuð á jökli við margvíslegar athuganir og komu af honum í Djúpárbotna.4 1936 26/4 Hans W:son Ahlmann, Jón Eyþórsson, Carl Mannerfelt, Sigurður Þórarinsson, Mac Lilliehöök og Jón Jónsson frá Laug, skipuðu Sænsk-íslenska vís- indaleiðangurinn en hann var fyrsti alhliða rannsókna- leiðangurinn sem fór um eystri hluta jökulsins. Þeir fóru frá Hoffelli um Hoffellsjökul í Djöflaskarð, þar sem þeir lágu dægmm saman aðgerðarlausir í snarvitlausu veðri. Næstu vikurnar sinntu þeir ýmsum rannsóknastörfum allt vestur að línu frá Kverkfjöllum í Öræfajökul og komu af jökli niður í Staðardal. Sigurður Þórarinsson og Carl Mannerfelt héldu áfram athugunum á Hoffellsjökli til 15. ágúst og fóru á þeim tíma eina ferð yfir að Eyja- bakkajökli. Guðmundur Jónsson í Hoffelli, sem hóf undirbúning að þessum rannsóknum 14. febrúar er hann boraði niður stikuröð á Hoffellsjökli, var á ferð um jökulinn eins og aðstæður leyfðu til snjómælinga allt til ársloka. Sömu sögu er að segja af Skarphéðni Gíslasyni á Vagnsstöðum en hann hætti mælingum í drögum Heinabergsjökuls þann 7. nóvember.36 37 1936 15/7 Ingólfur ísólfsson, Óskar Þórðarson og Oddur Magnússon gengu frá Sandfelli á Hvanna- dalshnúk og sömu leið til baka.19 39 1936 9/8 Flosi Bjömsson, Ari Björnsson og Guð- rún Björnsdóttir frá Kvískerjum gengu þaðan á Sveinstind (2044 m), sem svo var nefndur síðar, á Öræfajökli.19 1936 ?/8 Landmældi Steinþór Sigurðsson Hof- fellsjökul upp fyrir Múla og Gæsaheiði.36 1936 7/11 Um aldir hefur Breiðamerkurfjall í Ör- æfum verið afréttarland ábúenda Hofs og þeir nýtt það sem slíkt. Frá því um 1700 og fram undir miðja þessa öld var það umlukt jöklum og ekki aðgengilegt á annan hátt öðrum en fuglinum fljúgandi. Framan- greindan dag fóru þeir Gunnar Þorsteinsson, Hofi og 76 JÖKULL, No. 45,1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.