Jökull


Jökull - 01.10.1998, Page 80

Jökull - 01.10.1998, Page 80
1938 28/5 Jóhannes Áskelsson, Tryggvi Magnús- son, Guðlaugur Ólafsson Blómsturvöllum, Sigmund- ur Helgason Núpum, Kjartan Stefánsson Kálfafelli og Bergur Kristófersson Maríubakka, lögðu þann dag upp frá Kálfafelli á Síðujökul. Fóru þeir ríðandi milli Hágangna og Geirvartna og nokkuð norður fyrir Þórð- arhyrnu. Færi var mjög gott en þar sem þeir höfðu ekki nægjanleg hey til þess að endast hestunum í ferð á Grímsfjall og til baka, sem vissulega hvarflaði að þeim, sneru Bergur og Kjartan við með hestana til byggða. Fjórmenningamir héldu síðan á Grímsfjall og skoðuðu verksummerkin eftir hin gífurlegu umbrot sem urðu rúmri viku áður norður af Vötnunum. Af jökli komu þeir þann 2. júní við Langasker og héldu rakleiðis að Kálfafelli.50 1938 21/6 Sigurður Þórarinsson fór þá enn til mælinga á Hoffellsjökli með Sigfinni í Stómlág og Skarphéðni á Vagnsstöðum. Fóra þeir upp Staðar- dalinn og í stöð VIII sem var vestast í Breiðubungu. Þann 28. júní voru Sigurður og Sigfinnur komnir á Hoffellsjökul og settu meðal annars upp mælistangir frá Múlanum og vestur í Gæsaheiði. Sigurður fór síðan frá Hornafirði þann sautjánda júlí en Guðmundur og Skarphéðinn héldu áfram athugunum sínum fram á vetur.36- 1938 7/7 Ingólfur ísólfsson, Guðmundur Sig- mundsson og Oddur Magnússon gengu frá Sandfelli á Hvannadalshnúk og sömu leið til baka. Var það önnur ganga Ingólfs þessa leið. Skyggni var ágætt. I þessari ferð náði Ingólfur mjög góðum ljósmyndum.43 1938 ? Þá um sumarið fóru Guðmundur Einars- son frá Miðdal, Sveinn Einarsson, Viðar Thorsteins- son og einn til tveir félagar þeirra úr Fjallamönnum, á Bárðarbungu.60 62 1939 2/9 Þann dag fóru frá Núpsstað áleiðis í Öræfi þeir Bjami Sigurðsson, Hofsnesi, Jón Bjama- son, Sandfelli og Runólfur Bjamason, Skaftafelli. Fylgdi Hannes Jónsson, bóndi og póstur á Núpsstað, þeim austur að Núpsvötnum því von var á að þau væra ófær, sem og kom í ljós. Tóku þremenningarnir þá þann kost að fara á jökli til þess að komast fyrir Núpsvötnin og var ákveðið að Hannes biði þeirra á vesturbakkanum og sundlegði hestana þegar Öræfing- ar hefðu lokið jökulferðinni. Þeir fóru einhesta og lögðu á jökulinn úr Súludal í Eystrafjalli. Er þar skemmst frá að segja að þessi ferð á jökli „milli bakka Núps- vatna“ tók þá vel á áttunda tíma og sýnir við hvaða erfiðleika ferðamenn á áram áður þurftu að vera reiðu- búnir að takast á við þegar leiðir lágu sunnan Skeiðarár- og Breiðamerkurjökla yfir stórfljót eins og Núpsvötn, Skeiðará og Jökulsá á Breiðamerkursandi.9 1939 24/10 Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum fór upp Staðardal og í drög Heinabergsjökuls þangað sem Sænsk-íslenski leiðangurinn hafði haft bækistöð XD í tæplega 1200 m hæð. Erindið var að reisa við og endumýja stikur til ákomumælinga. Áætlaði Skarphéð- inn að koma þar aftur áður en vetur skylli á en engin gögn hef ég (JEI) fundið sem renna stoðum undir þá ferð né athuganir við þessar stikur árið eftir.99 1940 23/6 Þrjátíu manns úr Öræfum gengu þá á Öræfajökul, nokkuð upp í Hvannadalshnúk. Fóra þau frá Sandfelli og sömu leið til baka. Frost var á jöklin- um og hjamið hart og þótti fararstjórum hópurinn ekki nógu tryggilega útbúinn til að klífa hnúkinn er ofar dró. Gönguna þreyttu, frá Skaftafelli Ragnar Stefáns- son, Óli Runólfsson og Unnur Einarsdóttir. Frá Svína- felli Guðlaugur Gunnarsson, Þuríður Gunnarsdóttir, Lára Pálsdóttir, Sigurður Lárasson, Magnús Lárasson, Sigurður Jónsson. Jóhanna Þórhallsdóttir, Bjarni Sigjónsson, Sigríður Stefánsdóttir og Sigrún Pálsdóttir. Frá Hofi Karl Sigurjónsson, Grétar Þorgilsson, Gunnar Karlsson, Jóhannes Pétursson, Gunnar Jóhannsson, Svava Jóhannsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Þórður Þórðarson. Frá Fagurhólsmýri Ari Jónsson og Þuríður Jónsdóttir. Frá Hnappavöllum Guðlaug Gísladóttir, Jóhanna Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir, Jón Gíslason, Þórður Stefánsson, Sigurður Jóhannsson og Halldór Sverrisson.19'39- 1940 3/7 Þá gengu á Hvannadalshnúk, Þórhallur Tryggvason, Þorsteinn Jósepsson, Benedikt Bjark- lind, Jón Bjarklind og Oddur Magnússon. Fóru þeir frá Sandfelli og komu niður að Fagurhólsmýri.19 39 78 JÖKULL, No. 45, 1998
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.