Jökull


Jökull - 01.10.1998, Side 91

Jökull - 01.10.1998, Side 91
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1993-1994 Oddur Sigurðsson Orkustofnun Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT Jöklamælingamenn vitjuðu 42 staða við jökul- sporða haustið 1994. Unnt reyndist að mæla á 34 stöðum og hafði jaðarinn hopað á 27 þessara staða, gengið fram á 6, en staðið í stað á einum. A 6 stöðum var ómælanlegt vegna vatnagangs, aurs eða snjó- skafla. Á 2 stöðum vantaði viðmiðun fyni ára. Sumarið 1994 var mun hlýrra en sumarið á undan og nærri meðaltali áranna 1930-1960 nema júní sem var allkaldur. Af þeim jöklum sem ekki eru þekktir framhlaups- jöklar skriðu 4 fram en 15 hopuðu. Framhlaup Síðujökuls vakti mikla athygli, jafnvel út fyrir landssteinana, enda stórkostlegt sjónarspil sem seint líður úr minni þeirra sem það sáu. Stutt lýs- ing er á þessum náttúruhamförum í 43. árgangi Jökuls (Oddur Sigurðsson, 1995). Jökullinn sprakk sundur alveg frá jaðri og upp undir ísaskil á Háubungu og var því nær allur á hreyfingu fyrri hluta árs 1994. Þjórsárjökull gengur breiður út frá Hofsjökli til austurs. Syðsti þriðjungur jaðars hans gekk frarn fáein hundruð metra 1992. Síðsumars 1994 lagði svo mið- hluti jökulsins land undir fót og færðist jaðar hans fram um 200-300 m. Það er athyglisvert að einungis kom gangur í neðsta hluta jökulsins, það er leysingar- svæði hans. Þar fyrir ofan taka við brekkur sem virð- ast vera of brattar eða jökullinn of þunnur til þess að samskonar gangur komi í hann þar. Sama máli gegndi um Skeiðarárjökul 1991, en gangur í honum þá virtist ekki ná upp í hlíðar Grímsfjalls. I lok árs 1994 var greinilega kominn gangur í Tungnárjökul sem sagt er lítillega frá í 44. árgangi Jökuls (Oddur Sigurðsson, 1996). Þegar mælt var átti framhlaupsaldan rúmlega viku ferð eftir fram á jökul- jaðarinn þannig að mælingin sýndi hop. Loks er að geta þess sem Sólberg Jónsson og Indriði Aðalsteinsson lýsa frá Drangajökli, en greini- leg merki eru um gang í þeim jöklum. Ekki er kunn- ugt um annað eins óróatímabil í íslenskum jöklum. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu tölur um afkomu nokkurra jökla samkvæmt mælingum Orkustofnunar og Raunvís- indastofnunar Háskóla íslands (tafla 1) (Helgi Björns- son og fl., 1993 og 1995 og Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993). Til samanburðar eru einnig í töflunni samsvarandi tölur fyrri ára. Af þessum mælingum er ljóst að árin 1992-1994 voru jöklum til mikils vaxtar en næstu tvö ár þar á undan rýrnuðu þeir talsvert. Það er því úr vöndu að ráða fyrir jöklana, hvort þeir eigi að hopa eða ganga fram við svo breytilegt árferði. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR BREYTINGAR Á TÖFLU I töflum um jöklabreytingar í síðustu heftum af Jökli hafa verið birtar tölur um hve mikið hver jökul- sporður færðist, annars vegar á árabilinu 1930-1960 og hins vegar 1960-1990. Það var að mestu byggt á samantekt Jóns Eyþórssonar í Jökli (1963) og pistlum Sigurjóns Rist um jöklabreytingar eftir að hann tók við mælingunum. I töflu 2 hér á eftir eru birtar endur- skoðaðar tölur yfir ofannefnd tímabil í samræmi við samantektargrein um jöklabreytingar frá 1930-1995 sem birtist í þessu hefti (Oddur Sigurðsson, 1998). Víkja þessar tölur allvíða nokkuð frá hinum fyrri, einkum vegna þess að Jón Eyþórsson reiknaði í mörg- um tilvikum út meðaltal mælinga á nokkrum stöðum við sama jökulsporð, en hér er hver mælistaður talinn fyrir sig. í annan stað er rétt að geta þess að á fáeinum mæli- stöðum hefur mælingaröð slitnað og er þá samanlögð JOKULL, No. 45, 1998 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.