Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Qupperneq 26
Helgarblað 21.–24. nóvember 201426 Umræða Þ að er mikilvægt að mæta vanda þeirra sem keyptu íbúð á allra versta tíma þegar verð húsnæðis var sem hæst og vextir í hæst- um hæðum. Þetta var kosningalof- orð Samfylkingarinnar og einnig var ætlunin að koma til móts við lánsveðshópinn og leigjendur með sanngjörnum hætti. Ég get illa sætt mig við óréttlætið sem fylgir efnd- um á stóra kosningaloforði Fram- sóknar. Tæpur þriðjungur heimila í landinu fær niðurgreiðslu húsnæð- islána, jafnvel þau sem hagnast hafa ágætlega á húsnæðiskaupum sín- um, en önnur heimili skilin eftir sem sum eru í miklum vanda. Meðferð hægristjórnarinn- ar á almannafé er óásættanleg. Vel stæðu fólki eru færðir millj- arðar rétt si svona á meðan að heilbrigðis- og menntakerfið er í vanda og aðrir innviðir samfélags- ins í slæmu ástandi, einkum vegir og ferðamannastaðir. Með skulda- niðurgreiðslunni færir hægrist- jórnin þeim heimilum sem hafa meira en eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur í laun á mánuði 20 milljarða svo dæmi sé tekið. Fyrir 20 milljarða má reka allt framhaldsskólakerfið í eitt ár og rekstur allra heilbrigðisstofn- ana landsins kostar 17 milljarða á ári. Úr ríkissjóði Forsætisráðherra hélt því fram bæði fyrir og eftir kostnaður að kosninga- loforð Framsóknarflokksins myndi ekki lenda á ríkinu. Hann sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 19. mars 2013: „Jájá. Við höfum nú talað mjög skýrt í því, held ég að mér sé óhætt að segja, að þessi kostnaður ætti ekki að lenda á ríkinu vegna þess að það væri framkvæmanlegt að gera það öðru vísi, það væri sann- gjarnt að gera það öðru vísi og eðli- legt.“ Og í Kastljósi 11. september 2013: „Menn þurfa ekki að … svo sem að hafa áhyggjur af því í neinu þessara tilvika að kostnaðurinn eigi að lenda á ríkinu.“ En nú er hann að lenda á ríkinu og bæta á við 16 milljörðum króna í ár vegna þess að ríkissjóður „stend- ur svo vel“ og gott sé að spara vexti sem annars þyrfti að greiða síðar. Um leið og fjármunum úr ríkis- sjóði er veitt til margra sem ekki þurfa á þeim að halda segja stjórn- arþingmenn að ekki séu til peningar í heilbrigðiskerfið eða vegakerfið og boða fjöldatakmarkanir í fram- haldsskólum og svo krefjast þau enn aukinnar greiðsluþátttöku einstak- linga í heilbrigðiskerfinu. Þau stuðla með gjörðum sínum að misskipt- ingu í landinu með margvíslegum hætti, líka með skuldaniðurgreiðsl- unni. Kostnaðurinn sem aukinn ójöfnuður hefur í för með sér, er mun meiri en sparnaðurinn af því að flýta áætlunum um kosningalof- orð Framsóknar. Sá kostnaður lend- ir á þeim sem síst skyldi. Það sem verra er þá mun aðgerðin sjálf valda verðbólgu og lánin munu hækka aftur sem henni nemur. Hrossakaup Kostnaðurinn sem þessi ómark- vissa aðgerð veldur mun ekki bara lenda á þeim sem fá niðurgreiðslu lána heldur á öllum, bæði fátæk- um og ríkum, sjúkum og frískum. Ég gæti sagt að ég sé undrandi á því að sjálfstæðismenn hafi fallist á að fara svona illa með fjármuni ríkisins, því það var allt annað hljóð í þeim fyrir kosningar. En þeir hafa áður sýnt að þeir séu til í ýmislegt þegar að kem- ur að hrossakaupum. Þessi umdeilda aðgerð er orðin staðreynd og ákvörðunin ósann- gjarna ekki aftur tekin. Niðurstaðan er ill meðferð á almannafé. n Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Kjallari Leiðréttingin: Ill meðferð„Þeir hafa áður sýnt að þeir séu til í ýmislegt þegar að kemur að hrossakaupum. M álefni túlkaþjónustunnar hafa verið í brennidepli á undanförnum vikum og ástæða þess er ekki vegna þess hversu vel er að þessari þjónustu staðið af hálfu ríkis- valdsins heldur vegna þess að enn og aftur var svo komið þann 8. október síðastliðinn að fjárveiting til túlka- þjónustu í daglegu lífi gekk til þurrð- ar. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað í vikunni að bæta við sjóðinn 4,5 millj- ónum sem duga mun þjónustunni til þess að klára árið. Því ber að fagna. Barátta döff (heyrnarlauss fólks) fyrir túlkaþjónustu og stöðu ís- lenska táknmálsins hefur stað- ið yfir í marga áratugi. Á 25 ára tímabili hafa verið skipaðar a.m.k. sjö nefndir til þess að fjalla um úr- ræði sem tryggja döff fólki þjónustu, m.a. túlkaþjónustu. Á sama tíma hafa verið lagðar fram a.m.k. átta skýrslur sem taka á sama efni. Sum- arið 2010 lagði Félag heyrnarlausra fram heildstæðar tillögur til fram- kvæmdanefndar I um þjónustu við félagsmenn sína. Þær tillögur voru lagðar til hliðar. Niðurstaðan er sem sagt engin og nú er enn ein nefndin að störfum sem vinnur að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Alþjóðasamningar Við Íslendingar erum aðilar að al- þjóðasamningum um mannréttindi og 30. mars 2007. undirrituðum við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í fyrstu grein þess sáttmála sem er markmiðs- greinin stendur: „Markmiðið með samningi þessum er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mann- réttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir með- fæddri göfgi þess. Til fatlaðs fólks teljast þeir sem eru líkamlega, and- lega eða vitsmunalega skertir eða sem hafa skerta skynjun til fram- búðar sem kann, þegar víxlverkun verður milli þessara þátta og tálma af ýmsu tagi, að koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfé- laginu á jafnréttisgrundvelli.“ Í 9. grein samningsins um að- gengi kemur einnig fram í 2. lið að aðildarríki skuli „láta í té ýmiss kon- ar beina aðstoð og þjónustu milli- liða, þar með talið fylgdarmanna, lesara og faglærðra táknmálstúlka, með það að markmiði að auðvelda aðgengi að byggingum og annarri aðstöðu sem almenningi er opin.“ Í ákvæði um tjáningar- og upplýs- ingafrelsi nr. 21 er einnig fjallað um að til þess að uppfylla réttinn til þess skuli aðildarríki „viðurkenna og auðvelda fötluðu fólki notkun tákn- máls, blindraleturs, óhefðbundinna tjáskiptaleiða og allra annarra tjá- skiptaleiða sem mögulegar eru sem fatlað fólk kýs að nota í opinberum samskiptum,“ en einnig að „viður- kenna notkun táknmáls og auka notkun þess.“ Í lögum um stöðu ís- lenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011 segir svo berum orðum: „Íslenskt táknmál er jafnrétthátt ís- lensku sem tjáningarform í sam- skiptum manna í milli og er óheim- ilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota.“ Mannréttindabrot Það er ljóst að með því að leggja ekki það fé í túlkasjóðinn sem tryggir notendum hans fullnægj- andi þjónustu þá er ráðherrann og við sem förum með löggjafarvaldið ekki einungis að sýna þessum hópi fólks sem á þessu þarf að halda mikla vanvirðingu heldur erum við einnig að brjóta á mannréttindum þess. Að svipta heyrnarlausa borg- ara, sem bera enga ábyrgð á þessari stöðu, tjáningar- og upplýsinga- frelsi með því að veita ekki túlkun íslensks táknmáls, sem hefur lögum samkvæmt fengið jafnréttháa stöðu og íslenskt talmál, er gróf aðför að mannréttindum. Sem er grundvöll- ur þess að geta af öryggi verið partur af þessu samfélagi líkt og heyrandi borgarar. Spurningin sem sækir á alla í ljósi þessara aðstæðna hlýtur að vera: Hvernig á að bregðast við stöð- unni sem upp er komin með tilliti til þess að hún valdi ekki heyrnarlausu fólki, börnum þeirra og öðrum að- standendum áframhaldandi og var- anlegum skaða? Framtíðarsýn Það má ljóst vera að við stöndum nágrannaþjóðum okkar langt að baki þegar kemur að því að uppfylla réttindi þeirra sem á þessari þjón- ustu þurfa að halda. Kastljósþættir vikunnar sem fjölluðu um líf þeirra systra Áslaugar Ýrar og Snædís- ar Ránar Hjartardætra sýna okkur hversu mikilvægt það er leggja allt það fé sem til þarf svo að þær systur og allir aðrir sem í þeirra stöðu eru njóti allrar þeirrar þjónustu sem völ er á. Og geri döff fólki þannig kleift að upplifa drauma sína og þrár sem oftar en ekki eru fólgnar í því einu að hafa sömu tækifæri til að vera fullir þátttakendur í samfélaginu. Það hlýtur að vera framtíðar- sýn okkar allra að að þessum mála- flokki verði þannig búið að notend- ur þjónustunnar þurfi ekki að lifa í óvissu á hverju ári og geti litið til framtíðar fullvissir um að hafa full- tryggðan rétt til tjáskipta eins og við sem erum heyrandi. n Mannréttindi ekki forréttindi Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartar framtíðar Aðsent „Það hlýtur að vera framtíðarsýn okkar allra að að þessum málaflokki verði þannig búið að notendur þjón- ustunnar þurfi ekki að lifa í óvissu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.