Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Síða 5

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Síða 5
5 Hvers vegna að vekja athygli á stöðu kvenna í Afganistan, Líberíu eða Austur-Kongó? Það má færa fyrir því ótal rök að okkur varðar öll um stöðu kvenna í fjarlægum löndum. Nú þegar heimurinn þarfnast nýrra hugmynda og tæki- færa til uppbyggingar er ekki úr vegi að kynna sér aðstæður og hlutskipti kvenna víða um heim. Ef okkur tækist að leysa úr læðingi þá orku, útsjónarsemi og það frumkvæði sem býr í helmingi mannkyns, konum sem að óbreyttu munu aldrei ganga í skóla, aldrei fá greidd laun fyrir vinnu sína og eru fórnarlömb ofbeldis og átaka, þá værum við örugglega einu skrefi framar en við erum í dag. Bestu rökin hljóta hins vegar að vera þau að okkur sem búum í hnattvæddum heimi ber skylda til að láta okkur óréttlæti varða, hvar sem það viðgengst, sérstaklega ef óréttlætinu er kerfisbundið beint að ákveðnum þjóðfélagshópum og mannrétt- indi þeirra fótum troðin. Við eigum að leggja þeim lið. Við sem búum á Íslandi erum það lánsöm að hafa aldrei upplifað stríð í okkar eigin landi. Við búum í lýðræðis- og friðarríki og vitum sem frjálsir einstaklingar hverju við getum áorkað. „Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum,“ sagði Gandhi. Það er ekki úr vegi að byrja smátt með því að ljá þeim rödd sem ekki ná athygli heimsins. Orð eru til alls fyrst en verkin sem fylgja í kjölfarið skipta öllu máli. Til þess að félags- legar, efnahagslegar og pólitískar aðgerðir leiði til bættrar stöðu kvenna, hvar svo sem þær búa í heiminum, þurfa konur að geta treyst því að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar gagnvart þeim og hrindi í framkvæmd lögum og reglugerðum um afnám alls misrétt- is gegn konum. Það er ekki til of mikils ætlast. Þvert á móti. Jafnrétti hefur verið á dagskrá Sameinuðu þjóðanna síðan þær voru stofn- aðar árið 1945. Skylda alþjóðasamfélagsins er ekki minni um þessar mundir. UNIFEM hefur svarað kallinu í 30 ár og starfar ötullega að málefnum kvenna á vettvangi SÞ. Nú er tími til að styrkja enn frekar þá vinnu. Tímarit UNIFEM á Íslandi er enn á ný fullt af áhugaverðu efni sem vekur okkur til umhugs- unar um ábyrgðarskyldu okkar gagnvart því óréttlæti sem stúlkur og konur víða um heim þurfa að líða. UNIFEM spyr sérstaklega að því í ár í hver ber ábyrgð á réttindum kvenna? Greinar um ábyrgðarskylduna og virðingu fyrir réttindum kvenna í starfi UNIFEM víða um heim, frá Úganda til Afganistan, reyna að svara því. Í fyrri hluta blaðsins er kraftmikil starfsemi UNIFEM á Íslandi í fyrirrúmi. Þar ber hæst fjár- öflun Fiðrildaátaksins sem haldið var í mars á þessu ári. Þar lögðu Íslendingar af miklu örlæti sitt lóð á vogaskálarnar og söfnuðu fé í þágu baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi. Sér- umfjöllun blaðsins þetta árið er helguð því átaki og ofbeldi gegn konum í Líberíu, Austur- Kongó og Suður-Súdan, löndum sem voru valin til að njóta hluta íslenska fjármagnsins sem safnaðist í átakinu. Að lokum er fjallað um þátttöku kvenna í uppbyggingu samfélaga eftir stríð. Lýðræðisleg þátttaka þegna í upp- byggingarstarfi á ekki síður við á Íslandi í dag og reynslan og þekkingin í ýmsum þróun- arlöndum getur einnig kennt okkur margt. Það er von mín að tímarit UNIFEM á Íslandi í ár sé verðugur málsvari stúlkna og kvenna víða um heim og liður í að vekja athygli á stöðu þeirra. Af góðum hug koma góð verk og því vona ég að lesturinn veki löngun lesenda til að leggja sitt af mörkum til að breyta heim- inum til betri vegar með eftirbreytni, heima fyrir og annars staðar. Fyrir hönd ritnefndar og UNIFEM á Íslandi vil ég þakka öllum sem lögðu okkur lið við útgáfu blaðsins. Sérstakar þakkir fá greinahöf- undar, Vilborg Anna Björnsdóttir hönnuður, Hildur Finnsdóttir prófarkalesari, Útgáfa ehf. og ljósmyndarar sem gáfu vinnu sína og fal- legar myndir. Njótið vel. Kristjana Þ. Sigurbjörnsdóttir Þróun í þágu kvenna Frá ritstjóra 46 Hjálpaðu konu og byggðu upp samfélag Svanborg Sigmarsdóttir tók hús á Þórhildi Þorleifsdóttur og ræddi við hana um aðkomu kvenna að upp- byggingu samfélaga sinna, jafnt í stríði sem friði. 48 Að koma jafnrétti í framkvæmd – reynsla íslenskrar konu á Balkanskaga Auður H. Ingólfsdóttir starfaði sem jafnréttisráðgjafi hjá UNIFEM í Makedóníu. Kristjana Sigurbjörns- dóttir settist niður með henni. 50 Svipmyndir af félögum í UNIFEM á Íslandi Félagar í UNIFEM á Íslandi eru í dag 714 talsins. Tímarit UNIFEM á Íslandi tók þrjá þeirra tali og spurði meðal annars af hverju þeir styddu við bakið á félaginu og hvort þeim fyndist ríkja jafnrétti milli kynjanna á Íslandi.

x

Tímarit UNIFEM

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.