Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Qupperneq 13

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Qupperneq 13
13 farið að snúast æ meira um vitundarvakn- ingu og aðkomu stjórnvalda að jafnréttis- og þróunarmálum.“ Hvert telur þú vera helsta hlutverk félaga- samtaka eins og UNIFEM á Íslandi? „Það þarf að vekja fólk til vitundar um stöðu kvenna í öðrum heimshlutum, við finnum ekki lausnir á vandamálum sem enginn veit að eru til. Ástandið í mörgum þriðjaheimsríkjum er bara svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni ímyndað sér það. Hjá UNIFEM er unnið mjög merkilegt starf við að auka rétt kvenna, starf sem byggist á því að víkka út svið kvenna og búa til umgjörð um líf þeirra til að þær geti athafnað sig. Það er ekki hægt að styrkja eina konu til atvinnureksturs ef samfélag hennar afneitar því að kona geti rekið fyr- irtæki; þess vegna þarf að vinna í stóru myndinni. Það er erfitt starf, oft og tíðum óskiljanlegt og óþægilega óáþreifanlegt en alveg rosalega mikilvægt.“ Hver eru helstu forgangsatriðin í starfi UNIFEM á Íslandi að þínu mati? „UNIFEM á Íslandi getur verið góð fyr- irmynd fyrir aðrar landsnefndir UNIFEM og við höfum þegar stigið skref á þessu sviði. Fiðrildavikan er best heppnaða fjáröflun sem nokkur UNIFEM-landsnefnd hefur stað- ið fyrir og í kjölfarið útbjuggum við skýrslu fyrir aðrar landsnefndir til að fara eftir ef áhugi væri á því. Við gætum vel verið fyr- irmynd á fleiri sviðum; t.d. gætum við fund- ið nýjar og spennandi leiðir til vitund- arvakningar. Það krefst þess þó að margir leggi hönd á plóg og séu tilbúnir að gefa tíma sinn í öll þau aðkallandi verkefni sem UNIFEM vinnur um allan heim. Íslendingar hafa margt fram að færa í jafn- réttismálum. Við erum framarlega á sviði rannsókna í jafnréttismálum – ekki síst þegar alþjóðlega jafnréttissetrið og -skólinn verða stofnsett hér á landi. Við ættum að halda áfram því starfi og taka að okkur að vera brautryðjendur. Ég held að það myndi gera ímynd landsins gott, sem og okkar eigin samfélagi,“ segir Steinunn að lokum. Jólasveinar bregða á leik og reyna að krækja sér í bita og dansa síðan í kringum jólatréð með börnunum. Verð fyrir fullorðna: kr. 2800 Börn 6 - 14 ára kr. 1500 - frítt fyrir börn yngri en 6 ára Pönnukakan hennar Grýlu – brúðuleiksýning eftir Bernd Ogrodnik Verð kr. 1500 – kr. 1000 fyrir matargesti Jólaveislan 2008 Margir spennandi forréttir, tveir gómsætir aðalréttir, einn ómótstæðilegur eftirréttur Snilldarkokkarnir Þórir Bergsson og Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumeistari árins 2006, töfra fram krásirnar. Verð kr. 5.500 – Sjá matseðla og nánari tímasetningar á landnamssetur.is Borðapantanir í síma 437 1600 Öðruvísi jólafagnaðir í Landnámssetri Uppáhald jólasveinanna og Pönnukakan hennar Grýlu Hádegishlaðborð með þjóðlegu góðgæti fyrir alla fjölskylduna. Ódýrt og gott. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi. Lj ó sm yn d : R ó sa J ó h an n sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.