Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Side 45

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Side 45
45 Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur margsinnis vísað í jafn- réttisstarf sem eina af grunnstoðunum í íslenskri þróunarsamvinnu, og jafnvel rætt um „virkjun kvenorkunnar“ í þessu sam- hengi. En hefur Ísland eitthvað fram að færa þegar kemur að jafnréttismálum? Miðað við metnaðarfull áform þeirra sem standa að stofnun nýs alþjóðlegs jafnrétt- isskóla er svarið: Já. Stefnan að verða Sameinuðu þjóða háskóli Jafnréttisskólinn verður stofnaður 5. des- ember næstkomandi. Skólinn er samstarfs- verkefni HÍ og utanríkisráðuneytisins og er starfsemin þróuð að fyrirmynd Jarðhita- skóla og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) og Landgræðsluskóla Landbún- aðarháskóla Íslands, en utanríkisráðuneytið styður við þessa þrjá skóla. Stuðningur ráðu- neytisins er hluti af opinberri þróunarsam- vinnu Íslands. Utanríkisráðuneytið og HÍ munu óska eftir við Háskóla SÞ í Tókýó að Jafnréttisskólinn verði hluti af háskólaneti SÞ líkt og Jarðhitaskólinn og Sjávarútvegs- skólinn eru nú og stefnt er á að Land- græðsluskólinn verði frá með árinu 2010. Á sama tíma og skólinn verður formlega settur á laggirnar, mun HÍ einnig kynna nýtt alþjóðlegt rannsóknarsetur í jafnréttis- og margbreytileikafræðum. Hið nýja rann- sóknarsetur tekur við hlutverki Rannsókna- stofu HÍ í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) en markmið þess verður að efla kynja-, margbreytileika- og jafnréttisrannsóknir við Háskólann auk þess að styðja við starfsemi Jafnréttisskól- ans. Það er óhætt að fullyrða að stofnun Jafnréttisskólans og rannsóknarsetursins fellur vel að þeirri þörf og þeim tækifærum sem hafa skapast á síðustu misserum með áherslubreytingum íslenskra stjórnvalda og aukinni þátttöku þeirra í þróunarsamvinnu á sviði jafnréttismála. uppbygging sérfræðiþekkingar Markmið Jafnréttisskólans er að bjóða upp á hagnýtt nám sem miðast við að auka færni sérfræðinga og stofnana sem koma að uppbyggingu og framkvæmd jafnrétt- isstarfs í þróunarlöndum og á fyrrum átaka- svæðum, auk þess að vera vettvangur fyrir yfirfærslu þekkingar og reynslu af jafnrétt- isstarfi á Íslandi. Kjarni skólastarfsins verður 20 vikna námsbraut þar sem kennd verða helstu atriði varðandi stefnumótun, fram- kvæmd og eftirfylgni við uppbyggingu jafnréttisstarfs og aðgerða gegn kynjamis- rétti. Markhópurinn fyrir námið er sérfræð- ingar hjá ráðuneytum, opinberum stofn- unum, félagasamtökum og fyrirtækjum í þróunarlöndum og ríkjum sem eru í upp- byggingarferli eftir stríðsátök. Stefnt er á að fyrstu nemendurnir hefji nám í ágúst á næsta ári/2009. Enn fremur hefur Jafnrétt- isskólinn í hyggju að bjóða upp á stutt nám- skeið fyrir íslenska og erlenda sérfræðinga sem koma að uppbyggingu jafnréttisstarfs í þróunarsamvinnu og friðargæslu en skipu- lag og staðsetning námskeiðanna mun taka mið að þörfum hvers hóps. Einnig má nefna að Jafnréttisskólinn hefur þróað námskeið í samstarfi við kynjafræðinám HÍ um þróun kynjajafnréttis í alþjóðlegu samhengi. Nám- skeiðið verður kennt í Hagnýtum jafnrétt- isfræðum á vorönn 2009 og er opið öllum sem hafa lokið BA- eða BS-námi. litið til Íslands Jafnréttisskólinn kemur til með að eiga samtarf við Landgræðsluskólann, Jarðhita- skólann og Sjávarútvegsskólann en sam- starfið býður upp á einstakt tækifæri til að þróa aðferðir til samþættingar jafnrétt- issjónarmiða við auðlindanýtingu. Slíkt samtarf mun einnig fela í sér samþættingu kynjasjónarmiða í meginstoðirnar í þróun- arsamvinnu Íslands. Það kemur til móts við nýlegar yfirlýsingar utanríkisráðherra um að kynjasjónarmið verði nú samþætt með markvissari hætti í allri þróunaraðstoð á vegum ráðuneytisins. Jafnréttisskólinn mun ekki einvörðungu leggja áherslu á þekkingarmiðlun í jafnrétt- ismálum á sviðum þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar því Evrópa hefur einnig sýnt áhuga. Mörg Evrópuríki eru nú að end- urskoða áherslur, úrræði og aðgerðir sínar í jafnréttis-, velferðar- og fjölskyldumálum til að bregðast við lækkandi fæðingartíðni og þörfinni fyrir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Stjórnvöld í þessum ríkjum horfa nú til Íslands og eru jafnvel farin að tala um „íslenska módelið“ þar sem vísað er til árangurs Íslands við að viðhalda hárri fæð- ingartíðni á sama tíma og atvinnuþátttaka kvenna er sú mesta sem þekkist í aðild- arríkjum OECD. Jafnréttisskólinn og Rann- sóknarsetrið í jafnréttis- og margbreyti- leikafræðum hafa því hug á að bregðast við áhuga Evrópuríkja með því að standa fyrir alþjóðlegum námstefnum og ráðstefnum um jafnréttisstarf á Íslandi. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofu HÍ í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) Nánari upplýsingar um Jafnréttisskólann má finna á heimasíðu skólans www.get.hi.is og á heimasíðu RIKK www.rikk.hi.is jafnréttisskóli við háskóla íslands Til móts við tækifærin EFtir sjöFn VilhElMsdóttur Lj ó sm yn d : C h ri st o p h er H er w ig

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.