Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 5

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 5
Ritnefnd hefur oröiö Þegar Jón á Bægisá, tímarit þýðenda, hóf göngu sína fyrir sjö árum renndum við sem þá vorum í ritnefnd býsna blint í sjóinn hvernig okk- ur reiddi af; þetta var tilraun. Okkur grunaði að margir þýðendur geymdu margvíslegar þýðingar, stórar og smáar, í skrifborðsskúffunni og hæpið að þær kæmu nokkru sinni út þótt þær verðskulduðu það fylli- lega. Þessi grunur reyndist vissulega á rökum reistur. í ritnefndarpistli 2. heftis (1995) var á það bent hve mörg íslensk skáld og rithöfundar hefðu lagt stund á þýðingar; því er við að bæta að samkvæmt okkar reynslu eru aldeilis ótrúlega margir fyrir utan þann hóp að dunda við að þýða skáld- skap af fjölbreytilegu tagi. Og það sem meira er (það höfum við líka sannreynt): allur þorri þessara þýðenda ástundar mikla vandvirkni og leggur alúð í verk sín. Af því leiðir að það hefur ekki íþyngt okkur að ráði að uppfylla þann ásetning að bjóða lesendum upp á metnaðarfullt og vandað rit. Með þessu sjötta hefti á sjö árum nálgast Jón á Bægisá það að geta kallast ársrit; vissulega hefðum við óskað að ritið kæmi oftar og ekki síst reglulegar út. Við ætlum þó ekki að þreyta lesendur með því að kvarta um fjárskort, of fáa áskrifendur, erfiðleika við að halda úti tímaritum á Islandi (ef þau neita sér um glansmyndir og kynlíf!) og svo framvegis. Um leið og við þökkum þeim áskrifendum sem haldið hafa tryggð við okkur (sem þeir auðvitað gætu undirstrikað enn frekar með því að út- vega okkur fleiri áskrifendur!) viljum við þakka bókaútgáfunni Orms- tungu og sér í lagi eiganda hennar, Gísla Má Gíslasyni, sem af velvilja, fórnarlund og einstökum dugnaði hefur gert okkur kleift að gefa Jón á Bægisá út. Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, var einn af hvatamönnum þess að þessu tímariti þýðenda var ýtt úr vör og sat í ritnefnd þess fyrstu árin. Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn voru henni veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir stórkostleg afrek á sviði þýð- inga. Okkur er það sérstakur heiður að birta ávarp Ingibjargar við verð- — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.