Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 9

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 9
fylgja henni tónar töfrafullir árvakra fugla sem er eyrna lyst. Síðan hafa margir reynt að fylgja fordæmi hans og þýða þannig að út- lenda verkið beri helst engin merki uppruna síns - þetta minnir á kröf- urnar sem við gerðum til erlendra innflytjenda um að þeir tækju sér ís- lensk nöfn og lærðu hnökralausa íslensku. Ég held að við sem fáumst við bókmenntaþýðingar nú um stundir reynum yfirleitt að fara bil beggja, halda trúnaði við höfundinn um leið og reynt er að láta texta þýðingar- innar fylgja lögmálum íslenskrar tungu. En þrátt fyrir breyttar aðstæður og aðferðir er eitt sem ekki hefur breyst í aldanna rás: þýðingarstarfið er enn spennandi og gefandi, glím- an við textann er enn jafinhörð og tvísýn og hún var prestinum á Bægisá forðum. Mig grunar líka að þrátt fyrir þýðingafræðin, allar löngu og lærðu ritgerðirnar sem nú eru komnar til sögunnar og þrátt fýrir allar þessar mismunandi stefnur og aðferðir sem kenndar eru í skólum þá geti gamall þýðandi aðeins gefið ungu fólki sem er að leggja út á þyrnum stráða þýðingabrautina eitt ráð, og það er sama ráðið og ég er viss um að Jón á Bægisá, Jónas og allir hinir sem ég nefndi hefðu gefið. Þetta ráð er mjög einfalt og hljóðar svo: vandaðu þig einsog þú lifandi getur. á .98œyáf/ — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 7

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.