Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 13

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 13
Sigurður A. Magnússon Fróöleiksmolar um Georgíu I greininni hér að framan gefur Irma Matsjavariani stutt og fróðlegt yfir- lit yfir georgískar bókmenntir. Mig langar að bæta nokkrum dráttum í myndina, sem hún dregur upp, og þá einkanlega rifja upp fleiri söguleg- ar staðreyndir. Alltað 800 þúsund ára gamlar mannvistarleifar hafa fundist í Georgíu. Farið var að vinna eir í landinu kringum 3500 f. Kr. og hann blandaður öðrum málmum eftir árið 3000. Auðlegð Kolkis, einsog Vestur-Georgía var nefnd til forna, varð Grikkjum hugstæð og kemur meðal annars fram í goðsögninni um Jason, Medeu og gullreyfið. Sögnin um Prómeþeif fjötraðan er líka tengd Georgíu. Grikkir frá borginni Miletos hófu að stofna nýlendur í Georgíu uppúr aldamótum 600 f. Kr. í Gamla testa- mentinu nefnir Esekíel spámaður (32,26) tvo þjóðflokka í Georgíu, Mesek og Túbal, sem versluðu með brons og þræla. Georgía er afbökun fyrri tíðar Itala á persnesku, axabísku og tyrknesku nafni landsins, Gúrdjistan [Gúrdjí: georgískur maður). Sama nafn hafa Rússar afbakað í orðinu Grúsía. Sjálfir nefna Georgíumenn sig Kartvelní eða Kartvelebí, og land sitt kalla þeir Sakartvelo. Tunga þeirra er hvorki skyld indóevrópska né tyrkneska málaflokknum. Hún er ein af Kákasustungum og ákaflega flókin: fjölpersónulegar sagnir (sögnin bæði hneigð eftir frumlagi og andlögum), tvítug talning (fjörtíu eru tvisvar sinnum tuttugu o.s.frv.) og gerandafall [ergativus, haft sem frumlag með áhrifssögnum). Masúdí, arabískur höfundur á lOndu öld, nefnir Kákasus „tungnafjall" og segir þar ganga 72 tungumál. Samtímamaður hans, Ibn Khaukal, telur þau vera 370 talsins! Gríski sagnfræðingurinn Strabon, sem uppi var á tímum Sesars og Ágústusar, greinir frá því, að á torginu í Díoskúrías, skammt frá núverandi Súkúmí, megi heyra 70 tungur. Og rómverski fjölfræðingurinn Plinius eldri (21-79) upplýsir, að í sama bæ þurfi eina 130 túlka til að kaup og sölur gangi sem greiðlegast. Áætlað er að íbúatala Georgíu sé ríflega 5 milljónir, og eru Kartvelir tveir þriðjungar landsmanna. Meðal minni þjóðarbrota eru Rússar, á dföœýrkúá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 11

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.