Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 17
Míheíl Dsjavahísjvílí
Steinn Satans
Við spjölluðum saman um heima og geima, um jafnrétti kvenna, storm-
viðri byltingarinnar árið 1905 og afturhaldstímana næstu árin á eftir,
hreystiverk og bleyðiskap, veðurfar og uppskeru, Asíu og Evrópu, og
námum staðar um síðir við hugarfar alþýðunnar.
Þá sagði okkur gamall maður þá sögu sem hér fer á eftir:
Atburðir þessir gerðust í nágrenni Tvílýsis, en ég bjó búi mínu þar
skammt frá. Sopío dóttir mín hafði nýlokið skólavist sinni og var hjá
okkur í sumarleyfi. Áður en mánuður var liðinn, var unga stúlkan orðin
eftirlæti allra þorpsbúa. Hún var fríð svo undrum gegndi, viðkvæm og
blíð í lund, full af fjöri og eldlegum áhuga. Æskti einhver sér að sjá í
þessum heimi holdgaða miskunn og góðsemi, hlaut hann að koma til
okkar. Á heimili okkar var einlægur gestagangur liðlangan daginn. Allir
leituðu til hennar, karlar og konur, bændur, ekkjur og munaðarleysingj-
ar, sjúkir og sorgmæddir. Sopío var þeim allt í senn, læknir, dómari, fyrir-
hyggja í þrautum, huggun og ásjá. Ættu bændur erindi við mig, hvort
heldur var sakir leigumála eða niðurfærslu á landskuld, viðarhöggs eða
einhvers annars málefnis, leituðu þeir í fyrstu til Sopío dóttur minnar,
því þeir þóttust eiga víst að ég yrði þá við bón þeirra. Svo fór um síðir
að hún tók allt ráð mitt í sínar hendur og gerði eignir mínar að upp-
sprettu góðgerðasemi. Og við mæltum ekki í móti, hún var einkabarn
okkar, og við synjuðum henni einskis. Kæmi einhver í heimsókn til okk-
ar fyrir matmálstíma, bauð Sopío honum óðara að snæða með okkur,
setti hann niður hjá sér, veitti honum vel og gerði bón hans. Færi hún
akandi í vagni sínum og æki fram á konu eða bónda fótgangandi á veg-
inum, bauð hún þeim upp í vagninn og lét aka með sér. Oftlega bar svo
við að ætti vegfarandi leið í aðra átt en hún, en sóttist seint gangan vegna
illviðris eða af öðrum sökum, þá tók hún hann heim með sér, gaf honum
á Jffieepáá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
15