Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 20

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 20
Míheíl Dsjavahísjvílí hlekki og settir í svartholið, en mánuði síðar voru þeir látnir lausir með því að ekki tókst að sanna á þá þjófnaðinn. Þeir sneru aftur heim og gerðu nú þorpsbúum enn meiri óskunda en nokkru sinni áður. Þá bændur sem af mestum ötulleik höfðu reynt að handsama þá, flógu þeir inn að skyrt- unni, ráku skuldalið þeirra á húsgang, og einn mann slógu þeir í rot. Tveimur vikum síðar voru þeir teknir höndum í annað skipti, en aft- ur voru þeir sýknaðir af dómstólnum. í þorpinu sagði hver við annan: „Hvert skipti sem við reynum að losast við þá, draga yfiröldin taum þeirra." Skotið var á ráðstefnu og maður kosinn sem skyldi hafa gætur á þjófunum. Einn morgun árla kvað við óp í þorpinu. Karlmennirnir hlupu ofan í neðrahverfið, kvenfólkið hljóðaði, börnin veinuðu, og brátt ómaði allt þorpið af hrópum, angistarópum og kveinstöfum. Ég sendi vinnumann niður í þorpið, og hann færði mér tíðindin. f neðrahverfinu utarlega í þorpinu bjó einstæðingsekkja. í þorpinu var altalað að hún geymdi peninga og silfurgripi í múrveggnum hjá sér. Þennan orðróm höfðu þeir Data og Solo vitaskuld heyrt. Um nóttina höfðu þeir, að sagt var, tekið hús á ekkjunni, ruðst inn til hennar með valdi og ógnað henni með rýtingum. Ekkjan færðist undan í fyrstunni, en um síðir þegar henni var nauðugur einn kostur, gróf hún úti í horni upp úr jörðinni lítinn kistil og fékk þeim. Þar lágu í hrúgum tíu og tuttugu kópeka peningar. Þeir töldu peningana í flýti; afraksturinn var áttatíu rúflur og sextíu kópekar. Síðan bjuggu þeir sig brottu. Þeir höfðu brugð- ið hettu fyrir andlitið, en ekkjan þekkti þá engu að síður, og hrópaði á eftir þeim, sjálfri sér til ógæfu: „Bíðið við, þorpararnir ykkar, bíðið við. Ég kannast svosem við ykk- ur. Bíddu við, þinn bannsettur úlfshvolpur." Þeir námu staðar og hvísluðust á, þvínæst sneru þeir við og lögðu rýt- ingunum í gömlu konuna og tóku svo til fótanna. En fólk hafði orðið vart við og handsamaði morðingjana skammt frá húsinu. Data hafði falið sig á kornlofti, Solo var dreginn upp úr vínkeraldi. Solo meðgekk samstund- is, en Data þrætti fyrir án þess að láta sér bregða, og ranghvolfdi augun- um eins og hann var vanur. Sopío hafði spurt tíðindin; hún var nýstaðin upp úr veikindunum og átti örðugt með gang. Skömmu síðar kom gamla konan, móðir úlfs- hvolpsins, með háhljóðum heim til okkar og féll kjökrandi til fóta Sopío: „Virðulega ungfrú, liðsinntu mér, hjálpaðu honum, ólánsdrengnum, í niðurlægingu hans.“ Sopío brá skjótt við: „Ég kem undir eins, vertu óhrædd, honum verð- 18 fá// d .ýðay/há - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.