Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 21

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 21
Steinn Satans ur ekkert að meini, ég skal leggja honum lið,“ muldraði hún fyrir munni sér og fór í fötin. Ég vissi að það var ekki áhættulaust fyrir hana að fara út, en ég vissi líka að hér myndu orð ekki tjóa, og fyrir því aftraði ég henni ekki, held- ur fór í humáttina á eftir henni. Gamla konan gekk á undan okkur með hljóðum og kveinstöfum. Við Sopío komum á eftir og héldumst í hendur, við gengum hröðum skref- um, og þó rak Sopío á eftir mér. Öðrumegin við hús ekkjunnar lá vegur, hinumegin grýttur árbakki. Á hlaðinu dreif fólkið saman. Allir þorpsbúar, smáir og stórir, karlar og konur, ungir og gamlir, höfðu flykkst þangað. Þeir sem smátt og smátt bættust í hópinn, tóku ofan. Fólkið gekk inn í húsið, en kom út aftur eft- ir skamma stund með tárvot augu og hryggt á svip. í fjarska settu konur á grát og kveinstafi. Og innan úr húsinu kváðu við harmatölur og sakn- aðarkvein. Á þröskuldinum sat gömul kona, frænka hinnar látnu, og for- mælti ódæðismönnunum með grátstafinn í kverkunum: „Betur að visni á ykkur hægri höndin, strákhvelplingar. Hví drápust þið ekki undir eins í móðurkviði, bölvaðir." Karlmennirnir söfnuðust saman í hnappa hér og hvar, og töluðust við háróma, hvað eftir annað kváðu við sömu orðin: „Þetta getur þolinmæði okkar ekki umborið lengur. Ef við seljum þá í hendur yfirvöldunum, verða þeir óðara látnir lausir.“ „Og hvað tekur þá við, ef þeir verða látnir lausir?“ „Og ég segi ykkur það nú þegar í stað, lagsmenn góðir,“ mælti sá bóndinn uppvægur sem Data hafði allt að því dauðrotað, „ég segi ykkur það, ég skal nú í stað drepa þá báða eins og grísi með þessum rýtingi, og fari síðan sem auðið verður, það er þá skárra að ég verði sendur til Síbiríu, hér kemst ég hvort sem er ekki undan þessum vörgum.“ „Komið með þá!“ hrópaði einn. „Komið með þá, komið með þá!“ kvað við í öllum áttum, og allir litu fram á veginn. Gamla konan, móðir Data, hafði ekki skilist við okkur. Sopío reyndi öðru hverju að sefa hana. „Vertu óhrædd, þú þarft engu að kvíða, hér er engin hætta á ferðum." Eitthvað tylft af ungum mönnum, týgjuðum lurkum og rýtingum, leiddi báða piltana fram á hlaðið í fjötrum. Hendurnar voru á báðum bundnar fyrir aftan bak. Úr öllum áttum kvað við rymur og hótunarorð: „Fantar, vargar, þrælmenni, illvirkjar!" Sextugur öldungur gekk að Data og sagði við hann társtokkinn og röddin skalf: á JSœyáá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 19

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.