Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 23
Steinn Satans
„Garmskarnið," andvarpaði önnur.
„Aumkunarverður vesalingur," kvað við hvaðanæfa, og öllum þótti
sem orðið ógæfumaður ætti best við Solo þar sem hann lá kjökrandi við
brjóst hinnar látnu.
Sopío greip í handlegginn á mér og hjúfraði sig upp að mér, hún nötr-
aði öll og var nábleik í framan, neðri vörin titraði, hún stóð á öndinni,
og stundum var eins og hún ætti bágt með að kyngja niður munnvatn-
inu.
Móðir Data fór enn að kjökra og grátbændi Sopío hvíslandi: „Kæra
ungfrú, ég bið yður hjálpar, veitið mér liðsinni ...“
Sopío svaraði ekki og mælti engum huggunarorðum til hennar framar.
„Sopío, við skulum fara,“ sagði ég.
„Nei, dokaðu við,“ svaraði hún titrandi röddu og horfði enn á Solo og
líkið.
Solo grót og snökti þunglega við brjóst ekkjunnar, skalf og tók upp aft-
ur og aftur sömu orðin sundurslitin: „Vei mér, mín ástkæra móðir, móð-
ir mín ..."
„Leysið af honum hlekkina, hundingjarnir ykkar!“ hrópaði einhver.
Fimm menn hlupu til og leystu á honum hendurnar í skyndi.
„Reisið hann á faetur," kallaði annar.
Og enn hlupu þeir fimm til og reistu hann á fætur
„Þú reynir það ekki í annað skipti," sagði gamall maður blíðlega,
„ellegar áttu okkur á fæti ...“
„Nei, hann þorir ekki í annað skipti," var hrópað honum til málsbót-
ar héðan og þaðan.
Þessu andmælti enginn, enda fundu allir á sér að Solo höfðu verið
gefnar upp sakir.
Hann hypjaði sig því næst á brott og hvarf í mannfjöldann.
Nú var röðin komin að Data. Einn af unglingunum kallaði:
„Lítið á hann, úlfshvolpinn, hvernig hann horfir á okkur.“
„Er hann ekki líkastur úlfi í gildru?“ hrópaði annar.
Og satt var það, Data var líkastur úlfi sem hefur verið veiddur í gildru,
hann lét sem minnst á sér bera, fór saman í hnipur og engdist allur og
lét höfuðið síga niður á milli axlanna.
Einn úr mannþyrpingunni réð að honum: „Leggstu á kné, vargshvolp-
ur!“
Mannfjöldinn varð enn ákafari: „Leggstu á kné, leggstu á kné!“ kvað
við úr öllum áttum. En Data hrærði hvorki legg né lið.
„Varpið honum á kné með valdi, kastið honum á kné!“ var hrópað
hvaðanæfa. Múgurinn réðst að honum og lagði á hann hendur og ætlaði
d JBœytóá - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
21