Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 26

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 26
Míheíl Dsjavahísjvílí Og enn ómaði sama hótunin að baki mér: „Sú gamla skal gráta! Skorist einhver undan, þá Gamall maður þrýsti steini í höndina á mér og hrópaði: „Taktu við honum, herra, nú ertu einn af okkar liði.“ Og á þessari stundu var ég í sannleika einn af þeim. Steinninn lá kyrr í lófa mér. Einhver kallaði: „Leysið hann!“ og mannfjöldinn tók undir einum rómi: „Leysið hann, látið hann lausan!" Data var leystur og stóð nú í miðjum hópnum. „Kastið nú!“ hrópaði fyrirliðinn. Og í þeim svip setti Data undir sig höfuðið og hljóp inn í mannþyrpinguna. Fólkið vissi ekki sitt rjúkandi ráð, og allt var á tjá og tundri. „Varið ykkur, hann er flúinn, hann er flúinn!“ Data hafði brotist út úr mannþyrpingunni og hljóp ofan brekkuna. Fólk- ið rak upp öskur og rann á eftir honum með ópum og köllum. Og nú blik- aði fyrsti steinninn á lofti, og svo annar og sá þriðji, þvínæst margir sam- tímis, og um síðir dundi grjótið á honum eins og él. Data tók að skjögra og kiknaði við, síðan rétti hann úr sér og reis upp með erfiðismunum og dragnaðist áfram, en manngrúinn hafði króað hann af. Köllin hljóðnuðu og ekkert heyrðist nema grjóthríðin. Steinum, tágum, lurkum og allshátt- uðum bareflum var slöngvað að piltinum, hverju innan um annað. Allt í einu kom ég auga á Sopío. Hún hélt höndunum fyrir aftan bak. Hún hafði einnig fundið sér stein. Gömul kona benti áfergjulega á fang- ann þar sem hann barðist um í grjótélinu, og sagði eitthvað við hana. Ég skundaði í áttina að Sopío, en það var um seinan. Ég sá hvar Sopío lyfti upp hendinni þar sem hún stóð spölkorn frá mér, hljóp ofan brekkuna og hvarf í manngrúann. Andartaki síðar kom hún aftur öll í uppnámi og tók á rás. Þegar hún sá mig, byrgði hún and- litið í höndum sér, hljóp til mín og grúfði sig niður við brjóst mér. Nú var allt komið í kring. Mannfjöldinn stóð í fyrstunni kyrr, sundraðist síðan. Enginn mælti orð af munni. Hver og einn laumaðist í burtu eins og þjófur á nóttu, sumir runnu upp eftir, aðrir niður á bóginn, enn aðrir til vinstri og sumir til hægri. Flestir hlupust í brottu eins og einhver væri á hælunum á þeim. Enginn leit á annan, því að allir fyrir- urðu sig hver fyrir öðrum. Á árbakkanum vorum við fjögur eftir, líkið af Data undir steinahrúg- unni, móðir hans gamla sturluð af sorg, Sopío og ég. Dóttir mín hjúfraði sig upp að mér, kyssti mig, og með öndina í hálsinum og orði og orði á stangli bað hún mig fyrirgefningar. „Ég gerði það ekki viljandi, ég gerði það ekki viljandi, það var kerling- in sem leiddi mig afvega." 24 á- Jffiœpáá — TImarit þýðenda nr. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.