Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 27

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 27
Steinn Satans Það kom upp grátur fyrir henni, hún hló og grét í sömu andránni, kyssti mig og sagði upp aftur og aftur: „Ég kastaði einum steini, ekki nema einum steini, aðeins einum steini.“ Mér tókst með naumindum að koma dóttur minni heim, harmþrung- inni og að niðurlotum kominni. Um kvöldið lagðist hún sjúk á nýja leik. Næsta dag hafði sjúkdómurinn gagntekið hana. Tíu daga lá einkadóttir okkar þungt haldin. Hvern sem hún sá, hvort heldur var ég, móðir henn- ar, læknirinn, hjúkrunarkona eða vinnumaður - við okkur öll talaði hún um þennan eina stein, og reyndi að telja okkur trú um, sór okkur, að hún væri ekki vond stúlka, að einhver hefði leitt sig afvega, villt sér sýnir, og hún myndi ekki hversu hún lyfti upp þessum eina steini og varpaði að Data. í óráðinu sagði hún hvað eftir annað: „Ég kastaði einum steini, aðeins einum, og það var Satan sem fekk mig til þess að kasta honum, ég kastaði honum ekki sjálf, nei, nei ...“ Eftir langa þögn bætti gamli maðurinn við lágróma: „Viku síðar tók hún sitt síðasta andvarp í örmum okkur." Fríðrík Þórðarson snaraði úr georgisku. Míheíl Dsjavahísjvílí er einn nafntogaðastur georgiskra rithöfunda á fyrra hluta 20stu aldar, og efunarlaust sá þeirra sem helst myndi hafa áunnið sér alheimsfrægð, hefði hann ritað á tungumáli stórþjóðar. Míheíl Dsjavahísjvílí var fæddur árið 1880; hann var af bændum kominn, en kynstór að langfeðgatali, enda lengst af æfinnar fyrirmanniegur bæði í æði og látbragði; höfðinglegt hugarfar hans sést glögglega í sögu þeirri sem hér stendur. Hann nam um hríð garðyrkjufræði í Jöltu á Krímskaga, en sló þeirri iðju frá sér og snerist að bókmenntaiðkunum, bjó um skeið í Frakk- landi og fór víða um iönd. Þegar heim kom til Georgíu, gekk hann í flokk rót- tækra þjóðfrelsismanna og sósíalista. Þau árin eftir fyrri heimsstyrjöld sem Georgía var í orði kveðnu fulivalda ríki (1918-21), var hann í fyrstu í and- stöðuflokki mensévíka-stjórnarinnar (sósíaldemókrata), en snerist þó til liðs við hana þegar bolsévíkar komust til valda árið 1921. Eftir það hélt hann kyrru fyrir í Georgíu og einbeitti sér að skáldskap og ritstörfum. Hann var þó enn framtakssamur í stjórnmálum og félögum rithöfunda; hann beittist t.a.m. fyrir hópi skálda sem nefndust Arípíoní („Kumpánar") og samnefndu tímariti; þeir félagar gerðu sér einkum far um að efla menningarlegt sam- á .í8œýfáiá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.