Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 28

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 28
Míheíl Dsjavahísjvílí hengi gamla tímans og hins nýja, og snerust að því leyti gegn ákaflyndum framúrstefhumönnum þeirra daga. Skáldsagnahetjur Dsjavahísjvílís voru einatt utanþjóðfélagsmenn, svika- hrappar, reikunarmenn og útileguþjófar; sá flokkur manna og örlög þeirra hefur orðið mörgum georgiskum skáldum að yrkisefni, og svo er enn. Dsja- vahísjvíli þótti segja frá ástum karla og kvenna ívið djarflegar en sumum lík- aði. Honum var og vel gefinn máttur hæðninnar - ironiu, enda stundum líkt við Voltaire og Anatole France. Nafntoguðust skáldsagna hans er Arsena Marabdelí frá árunum 1933-36, harmsaga einfara og útilegumanns. Sagan gerist á liðnum tímum, söguefnið er sótt í gamlar þjóðsögur. Allt fyrir það þótti sumum landstjórnarmönnum bolsévíka sem sér væru þar stungnar sneiðir, enda væru sögur af auðnu skóggangsmanna ekki til þess fallnar að innræta lesendunum lögboðinn átrúnað og góða siði. Og sumarið 1937 var Míheíl Dsjavahísjvílí tekinn höndum, kallaður þjóð- skaðlegur maður og njósnari óvinaríkja Georgíu og Sovétsamveldisins, mis- þyrmt í ásýnd flokksforingjans Lavrentís Beríu, dæmdur til dauða og skot- inn. Bería var mingrelskur að þjóðerni (frá Mingrelíu (Samegrelo), norðvestan- lands í Georgíu). Hann var í fyrstunni rafmagnsverkfræðingur að margra frægðarmanna sið, en gerðist snemma framtakssamur stjórnmálamaður og var um hríð fyrirliði georgiskra bolsévíka. í því embætti gerði hann sór eink- anlega títt um skáldskap og menningarmál, og má segja að hann gengi þar ffam með báðum borðum og hryði skipið stafna á milli; t.a.m. mun eitthvað fjórðungur félagsmanna í georgiska rithöfundafélaginu hafa fallið fyrir böð- ulshendi hans. Arið 1938 var Bería kvaddur til Moskvu til nýrra verka, og slotaði þá þessari hrinu. En menningarlíf Georgíu bar ekki sitt barr lengi síð- an. Sagan Steinn Satans, Esjmakís kva, fjallar um múgæsingu og ístöðuleysi einstaklingsins. Hún var samin í París árið 1908, og er á marga lund ólík flestu því sem Dsjavahísjvílí samdi síðar á æfinni. Mér kemur hún stundum í hug þegar ég verð áheyrsla alls þess þjóðrembings sem nú seinni árin hef- ur dunið á alþýðu manna bæði í Georgíu og öðrum Kákasuslöndum; góð- gjarnt og spaklátt fólk sem aldrei mátti vamm sitt vita, espist nú í heift og hatri hver í móti öðrum, út af málefni sem hver skynsamur maður veit að í raun réttri er ekki annað en tómur hugarburður, sem sé þjóðerni. En að vísu þarf ekki um svo langan veg að leita líkra dæma. - FÞ 26 fán d - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.