Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 33

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 33
I gálganum hengdan. Víst takast á syndir og gæði í smáum sálum. Svo er nú það.“ Þannig hugsaði Petre, þess fullviss að engin alvara væri hér á ferðum. Loks æpti einhver upp yfir sig: „Þeir eru að koma með hann!“ Petre litaðist um og sá dáta leiða mann nokkurn, klæddan rússnesk- um hermannafrakka. „Haltu þig utan seilingar," hugsaði hann með sér, „trúðu ekki þessum andskotum. Þetta er aðeins blekking. Gerðu þig ekki að viðundri, enginn skal bera upp á þig afdalamennsku." En samt olnbogaði hann sig áfram í mannþrönginni til þess að sjá sem best hverju fram yndi. Dátarnir gengu fram hjá honum í lítilli fjarlægð og leiddu milli sín manninn í hermannafrakkanum. „Fjandinn hafi það,“ sagði Petre ósjálfrátt. „En hvað þeir eru líkir dát- um! Og þeir klæðast einkennisbúningum! Og ekki vantar að þeir hafi lært að handfjatla byssur.“ „Einmitt," sagði kerlingin, „svona árans trúðar eru þessir borgarstrák- ar. Og furðu líkir rússneskum pjökkum." Meðan á þessari einræðu stóð varð Petre litið á manninn í hermanna- frakkanum. Hann virtist vera tvítugur að aldri eða þar um bil. Honum var lítillega sprottin grön. Hann var nábleikur. Skyndilega rann upp ljós fyrir Petre: „Drottinn minn dýri, þetta hlýtur að vera trúðurinn sjálfur! Hef ég annars ekki séð þennan mann? Almáttugur Guð, hjálpaðu mér að rifja upp hvar ég hef séð manninn?" Þannig tuldraði hann í barm sór en var þó engu nær. „Borgarstrákur er hann að minnsta kosti,“ sagði hann loks. „Jæja, ég hef svo sem séð urmul af ókunnugu fólki um dagana, hver veit nema ég kannist við andlitið úr hópi þess? En hvað hann er nábleikur, líkt og það eigi í raun og veru að hengja hann. Nei, góðir hálsar, narri er ég ekki!“ „Örlög þín gera móður þína vesæla," hrópuðu heldri konur að mann- inum í hermannafrakkanum. En hvað hann var ungur. Petre undraðist þessa háreysti. „Ja, víst er sagt,“ hugsaði hann, „að meira sé hárið á höfði kvenna en vitið í því. Samt eru þær slóttugar. Hver veit nema þær vilji ólmar ljúga mig fullan, sveitamanninn! Gættu þín Petre, láttu þær ekki snúa á þig. Gerðu þig ekki að viðundri, háaldraða karlmenni! Fjandinn hirði þennan borgarlýð, karla jafnt sem konur. Það er eftir þessu pakki að spotta okkur sveitafólkið, rétt eins og það standi skrifað utan á okkur að við séum frábrugðin öðru fólki." „Auminginn þinn,“ sagði kerling ein, „bara að þú hefðir verið skyn- samur. Vertu nú tryggur minningu móður þinnar." „Haltu áfram að skvaldra sem þér líkar,“ sagði Petre við sjálfan sig. „Til þess er þér trúandi. Og ég, enn einn sveitaaulinn. Örlögin. á - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.