Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 34

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 34
Ilja Tsjavtsjavadze Mannauminginn verður að deyja og foreldrar hans munu loga í eldi sorgarinnar. Guð almáttugur, frelsa þú alla kristna menn!“ „Hafa allir bundist samtökum gegn mér, til þess eins að hafa mig að fífli?“ tuldraði Petre. „Það er best ég forði mér sem skjótast, áður en þess- ar kerlingar gera mig að viðundri." Hann forðaði sér, lét sig hverfa í mannþröngina. Einnig þar varð ekki þverfótað fyrir kerlingum. Það var sem innri maður Petre væri tvískipt- ur; annars vegar vildi hann leita sannleikans, á hinn bóginn var skömm- in öllu öðru yfirsterkari. „En hvað hann er ungur, auminginn," sagði einhver kerlingin. „Það er tæpast að hann sé fæddur ennþá, dauðadæmdur maðurinn. Að hugsa sér hvað lagt er á hjarta móður hans. Algóður Guð, láttu mig aldrei þola neitt þessu líkt,“ bætti hún við og barði sér á brjóst. „Svei,“ muldraði Petre hneykslaður. „Að svo mikill mannfjöldi skuli verja tíma sínum til þess eins að hæða mig og spotta! Það er vissara að spyrja einskis. Meðan ég hef hljótt um mig verð ég síður aðhlátursefni. Gættu að þér, Petre, gerðu þig ekki að ginningarfífli þessara borgarslæp- ingja.“ Þannig hugsaði hann, sannfærður um að allir væru í raun að draga dár að honum, sveitamanninum. Honum þótti nú ráð að forða sér. Það er ekki að spyrja að því, þegar geðshræringin dregur menn á asnaeyrunum. III Meðan á þessu gekk var strákurinn í hermannaffakkanum leiddur til gálgans. Stóð nú prestur honum á aðra hönd en embættismaður á hina. Böðull, klæddur rauðri skyrtu, stóð fyrir aftan þá. „Er þessi prestur jafn brjálaður öllum hinum?“ hugsaði Petre, þar sem hann horfði til gálgans. „Naumast er slíkur leikur samboðinn geistlegri virðingu hans. Og hver skyldi hann vera, þessi í rauðu skyrtunni? Það lítur helst út fyrir að hann sé aðaltrúðurinn." Embættismaðurinn dró fram blað og las. Þetta hlaut að vera hápunkt- ur sýningarinnar og endalok. Þetta hafði nú verið aldeilis furðuleg skemmtun. Presturinn sagði eitthvað við strákinn. Petre sperrti eyrun og reisti sig á tærnar. En hann heyrði ekki orð prestsins, til þess stóð hann of langt frá gálganum. Loks var strákurinn klæddur úr hermannafrakkanum og sveipaður hvítum sekk, svo stórum að höfuðuð stóð ekki upp úr honum. Böðull- inn á rauðu skyrtunni tók um snöruna, hallaði stiga að gálganum, sneri 32 d - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.