Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 38

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 38
Ilja Tsjavtsjavadze stöndum við svo frammi fyrir Guði á hinsta degi. Þá verður ekkert und- an dregið. Manstu þegar þið voruð með vagnana í Lotsjinigili? Minnistu tveggja stráka þar? Það vorum við bræður. Þá höfðum við hvorki bragðað vott né þurrt í þrjá daga. Aumingja bróðir minn laug þig fullan. Mér var það ekki að skapi, en hvað var til ráða? Einþykkur var hann, blessaður bróðir minn. Guð varðveiti hann þar sem hann er nú. Hann einn var mér kær og hollur verndari. En í dag horfði ég á hann hengdan! Ég skal gjalda líf- inu rauðan belg fyrir gráan meðan sálin er enn í líkamanum. Þú huggaðir okkur, svo nærri lá að gæska þín lýsti upp myrkrið í hjarta okkar. Nóttina eftir kom mér ekki blundur á brá, þó örþreyttur væri. Mér féll það þungt þegar bróðir minn reis á fætur og tók að skera vasana af klæðum þínum. En ég lét kjurt liggja. Þá varð mér ljóst, að þú varst einnig ræningi, því þú lést öðrum lýðast að ræna okkur. Þess vegna gast þú ekki verið góður maður. Eftir þetta héldum við til borgarinnar, þar sem synd og gæska ganga hlið við hlið eftir breiðum strætum. Þaðan í frá leið ekki sá dagur, að við færum ekki ránshendi um annarra eigur. Alla þá, sem á vegi okkar urðu, létum við bæta okkur skort okkar. En reitt hjarta krefst stöðugt meira og meira. Fyrir tveimur árum gerðist það svo, að örlaganorninar leiddu okkur að húsi stjúpföður okkar. Móðir okkar var ekki heima. Brutumst við inn og drápum stjúpa okkar. Hugðumst við að því loknu spilla öllu, sem inni var. Ekki komum við því ætlunarverki í framkvæmd, því brátt dreif þar að lögreglumenn til að handtaka okkur. Mér auðnaðist að flýja en þeir náðu aumingja bróður mínum. Þú þekkir leikslokin, því í dag sástu hann hengdan eins og kött. Þið stóðuð þarna öll og horfðuð á hann deyja ykk- ur til gamans. Mér leið sem eldur færi um mig logandi tungum. Ég skal hefna harma okkar bræðra! Öll skuluð þið bæta mér skaðann. Ég hata líf- ið en fyrirlít þó mannfólkið enn frekar. Ég hef brennt allar brýr að baki mér. Við annan brúarsporðinn stend ég - þið við hinn. Á dómsdegi mun úr því skorið, hverjir eru saklausir og hverjir sekir. Guð grandskoðar hjarta hvers og eins áður en hann leggur lóðin á vogarskálarnar. Ég held mína leið. Síðasta æðin í hjarta mínu brast í gálganum í dag. Ekkert bindur mig lengur við þetta auma jarðlíf. Vertu sæll. Ef þig skyldi fýsa að sjá mig, skaltu horfa á mig í gálganum, eins og þú horfðir á bróður minn. Þar verða mín leikslok. Mig langaði til að opna þér hjarta mitt eins og bók, þótt ég viti ekki hvers vegna. Það er sem þungu fargi sé af mér létt. Peningana þína færðu aftur tífalda. Gæska þín barst sem glóð að hjarta mínu, þar sem hún 36 fá/l d Æœytíá - Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.