Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 47

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 47
Þraut Á sama tíma stóð Jakint við dyrnar heima hjá Filip. Hann bankaði kröftuglega, því þarna var engin dyrabjalla. En fljótlega varð honum ljóst, að Filip var ekki heima. „Hann skyldi þó ekki hafa farið til mín?“ hugsaði hann. Hann tók upp vasabók, reif úr henni eitt blað og skrifaði: „Hér var ég, en þú varst ekki heima. Jakint.“ Síðan tróð hann miðanum í skráargatið og hélt heim á leið, þar sem hann vonaðist til að hitta Fil- ip. Þegar Filip kom heim var orðið tímabært að fá sér miðdegisverð. Sem hann kom að útidyrunum rak hann augun í miðann í skráargatinu og las hann. Honum hlýnaði um hjartarætur. „Eins og ég var viss um, að hann væri hér,“ hugsaði hann. Svo sneri hann aftur til strætisvagnastöðvar- innar. Eins gott að eftirlaunafólk þurfti ekki að greiða fargjald. Eins fór fyrir Jakint. Hann sá miðann, las hann og hugsaði: „Við höf- um laglega farið á mis hvor við annan.“ Að svo búnu sneri hann við og nánast hljóp niður brekkuna til að ná strætisvagninum. Sólin var tekin að lækka á lofti, þegar Filip stóð aftur við dyr Jakints. Hann sá ekki miðann, sem hann hafði skilið eftir og hugsaði því með sér: „Jakint hefur þá lesið miðann frá mér og skundað á móti mér. Enn reif hann snepil af sama dagblaðinu og fyrr og skrifaði: „Kom hér öðru sinni. Filip.“ Jakint hraðaði sér yfir Matjakhelagötu án þess að hirða um að fara yfir gangbraut. Hann staðnæmdist rétt sem snöggvast fyrir framan auglýs- ingu um tónleika hinnar frægu rússnesku söngkonu, Editu Pjekhu. Eftir tvær til þrjár mínútur stóð hann við útidyrnar hjá Filip og leitaði mið- ans, sem hann hafði skilið þar eftir klukkustund áður. En hann var horf- inn. „Filip hlýtur að hafa séð miðann og farið aftur heim til mín,“ hugs- aði Jakint, reif enn blað úr vasabók sinni og skrifaði á það: „Kom hér í annað sinn. Jakint.“ Og enn setti hann miðann í skráargatið og hélt á brott. Þrisvar enn reyndu þeir vinirnir að hittast þennan dag. „Var hér í fimmta skipti, en þú ekki heirna," stóð á síðustu miðunum, sem þeir skildu eftir. Nóttin nálgaðist og þeir kumpánar fóru hvor í sitt mötuneyti fyrir aldraða að fá sér í svanginn. Síðan fóru þeir heim og sofnuðu þreyttir eftir langan og erfiðan dag. Þegar Filip vaknaði að áliðnum morgni, fann hann fyrir sárum verki í fótunum. Hann leit út um gluggann; það var þoka. Honum varð hugsað til Jakints. „Það er best að ég verði heima, til að ég missi ekki af honum eina ferðina enn,“ tuldraði hann í barm sér. Hann settist í sófann, hag- ræddi svæfli við bakið á sér og tók að lesa ljóðabók eftir Irarkil Abas- hidze. Jakint vaknaði líka seint. Honum var illt í bakinu, en hirti ekki um á — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 45

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.