Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 52

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 52
Knuts Skujenieks og tók frá henni allt, skildi henni aðeins eftir nafnið: EVRÍDÍKA Sekur? Nei! Staðfastur. IV. LJÓÐRÆNT MILLISPIL Meðal allra guða er aðeins einn mennskur. Hýpnos. Hann sendir mér stundum svefn. V. DRAUMUR MEÐ GÓÐKUNNRI RÖDD, EI AÐEINS MÉR, HELDUR EINNIG LESANDANUM OG ÁHEYRANDANUM. Hvar eru söngvar þínir, glaðir sem svölur? Hvar er bergflétta þín, logandi draumsóley? Á strengi þína hefur ofið sér vef kónguló - Orfeifur! Hvar eru hendurnar, sem brjóta og beygja mig? Hví er svæfillinn svo harður? Líkaminn er holur sem vindblóm, Orfeifur! Hvernig lifi ég af án þín? Hvað geri ég nú? Draumurinn með þyngd þinni, hann kæfir - Orfei - burt!!! (Sýnin kemur í raddar stað) Um miðja nótt á hálftómum beði renna ástarinnar sviti og tár og drjúpa blóði af samanherptum vörum. 50 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.