Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 56

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 56
Knuts Skujenieks Mitt Grikkland. Evrídíka! Mín Þrakía. Evrídíka! Vegur minn, vegkantur. Evrídíka! Leiðarendi minn, endalaus. Evrídíka! Vertu ör. Vertu strengur. Ei verður þú deig. Vertu ei forvitin - EVRÍDÍKA, EKKI LÍTA VIÐ! Augnaráð þitt er upphafið. Augnaráð þitt verður endalok. Augnaráð þitt verður aftur fimbulkuldi jarðariðra. Yfir Styx - framundan. Yfir Leþu - framundan. Með sál mína í hvelfdum lófum þínum. Misstu hana ekki! EVRÍDÍKA, EKKI LÍTA VIÐ! Augnaráð þitt verður fimbulkuldi jarðariðra - EKKI LÍTA! Svo fremi þú lifir með hjartanu, svo lengi sem þú heyrir til mín, bið óg þig EVRÍDÍKA, EKKI LÍTA VIÐ! X. NIÐURLAG, OFANJARÐAR EVRÍDÍKA EKKI LÍTA VIÐ! EVRÍDÍKA... Hrafn Andrés Harðarson sneri úr lettnesku 54 d Jffiay/'iá — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.