Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 66

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 66
Rainer J. Hocher Sjö Ijóö Þú stjörnuhrap Kvöldhiminninn stendur hljóður í skóginum Þetta fulla tungl, hvað það er gott á bragðið! Þokuskyrtan þess liggur í skugganum Þú réttir mér orðið áfram Það sumrar á ný í brjósti mér Því þú ryðst yfir bakka þína, flæðir yfir mig og við réttum ástinni líka hendur okkar Nærri drukknuð Snerting okkar var full blíðu þótt varir okkar væru enn á flótta undan glóð hjartans Maður getur reikað um göturnar og allt í einu verið lyft upp úr skónum af blómailmi þannig fór mér þegar ég fann þýðan andardrátt þinn og við gengum í mánahlýju um hlíðarhjalla framtíðar Hann hefði getað rignt við hefðum drukknað í hamingju 64 á — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.