Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 71
Ljósið er eins og vatnið
forstofunnar. Geisli af gullnu ljósi sem var svalt eins og vatn fór að vella
út úr perunni og þeir létu rennslið halda áfram þar til dýpið var orðið
næstum fjögur fet. Þá rufu þeir strauminn, sóttu bátinn og sigldu eins og
þá lysti milli eyja í húsinu.
Þessi furðusaga varð til vegna gáleysislegra orða sem ég lét falla þeg-
ar ég tók þátt í ráðstefnu um skáldlegheit búsáhalda. Tótó spurði mig
hvernig á því stæði að ljós kviknaði við það eitt að maður ýtti á takka og
ég hafði ekki dug í mér til þess að hugsa málið tvisvar.
„Ljósið er eins og vatnið,“ svaraði ég. „Maður skrúfar frá krana og út
kemur það.“
Og þannig héldu þeir áfram að sigla á hverju miðvikudagskvöldi og
lærðu að nota áttavitann og sextantinn, allt þar til foreldrar þeirra komu
heim úr kvikmyndahúsinu og fundu þá sofandi eins og engla á þurru
landi. Nokkrum mánuðum síðar, þegar drengirnir voru orðnir áfjáðir í að
halda lengra, báðu þeir um búnað til grunnvatnsköfunar. Ef allt er talið:
grímur, blöðkur, geyma og loftbyssur.
„Það er nógu slæmt að þið skulið vera með árabát inni í vinnukonu-
herberginu sem er ykkur til einskis gagns,“ sagði faðirinn. „En það er að
bæta gráu ofan á svart að þið skulið nú vilja fá köfunarbúnað líka.“
„Og hvað ef við fengjum nú geislamöðruna úr gulli í verðlaun fyrir
fyrstu önn?“ sagði Jóel.
„Nei,“ sagði móðirin óttaslegin, „Nú er nóg komið.“
Faðirinn álasaði henni fyrir ósveigjanleikann.
„Þessir drengir vinna sér ekki inn skóbótarvirði þegar um er að ræða
að þeir geri það sem þeim ber,“ sagði hún, „en til þess að fá það sem þeir
vilja gætu þeir náð sér í hvað sem vera skal, jafnvel stól kennarans.“
Að síðustu gerðu foreldrarnir þó hvorki að játa eða neita. En Tótó og
Jóel, sem tvö undanfarin ár höfðu verið neðstir í bekknum, hlutu í júlí-
mánuði geislamöðrurnar tvær úr gulli og opinbera viðurkenningu skóla-
stjórans. Það sama síðdegi fundu drengirnir köfunarbúnaðinn í órofnum
umbúðum inni í svefnherbergi sínu, enda þótt þeir hefðu ekki ítrekað
óskir sínar um að fá hann. Þannig að rétt eins og undangengna miðviku-
daga, meðan foreldrar þeirra voru í bíó að horfa á Síðasta tangó í París,
fylltu þeir íbúðina upp í tveggja faðma dýpi, stungu sér eins og tamdir
hákarlar undir húsgögnin, þar á meðal rúmin, og drógu upp af botni ljós-
hafsins hluti sem árum saman höfðu verið týndir í myrkrinu.
Við afhendingu lokaverðlaunanna voru bræðurnir hylltir sem fyrir-
myndarnemendur skólans og fengu skírteini sem staðfestu yfirburði
þeirra. Nú þurftu þeir ekki að biðja um neitt, því foreldrarnir spurðu þá
hvers þeir óskuðu. Þeir voru svo sanngjarnir að það eina sem þeir fóru
á .ifftVýr/iiá - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
69