Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 72

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 72
Gabríel García Marquez fram á var að haldin yrði veisla heima hjá þeim til þess að skemmta bekkjarfélögum þeirra. Þegar faðir þeirra var orðinn einn með konu sinni, ljómaði hann all- ur og sagði: „Þetta er þroskamerki.“ „Leggi Guð eyru að,“ sagði móðirin. Næsta miðvikudag, meðan foreldrarnir voru að horfa á Orustuna um Algeirsborg, sáu vegfarendur sem leið áttu eftir Kastilíustræti hvar foss úr ljósi féll ofan af gamalli byggingu sem hulin var trjám. Hann kom af svölunum, steyptist í stríðum straumum niður eftir framhlið hússins og fann sér farveg eftir breiðri götunni í gullnum flaumi sem lýsti upp borg- ina alla leið til Guadarrama. Slökkviliðsmennirnir sem komið höfðu á vettvang vegna neyðarkalls- ins brutu upp hurðina á fimmtu hæð og fundu íbúðina fulla af ljósi upp undir loft. Sófinn og hægindastólarnir, sem klæddir voru hlébarða- skinni, flutu mishátt í dagstofunni innan um flöskur úr vínskápnum og flygilinn með Manilasjalinu sem maraði í hálfu kafi eins og gullinn teppisvöndull. Búsáhöldin, fyllt eigin skáldlegheitum, flugu á vængjum sínum um himin eldhússins. Hljóðfæri herhljómsveitarinnar, sem börn- in notuðu til að dansa, flutu stjórnlaust innan um fagurlita fiskana sem nú voru lausir úr prísund fiskabúrs mömmu og voru þeir einu sem svömluðu lifandi og lukkulegir í þessu umfangsmikla uppljómaða leðju- díki. í baðherberginu flutu tannburstar fjölskyldunnar, verjur pabba, smyrslakrukkur og varagómur mömmu, og sjónvarpstækið úr aðalsvefn- herberginu flaut á hliðinni, enn í gangi og stillt á seinasta þátt miðnætur- myndarinnar sem bönnuð var börnum. Við enda gangsins, í straumiðunni, sat Tótó í skut bátsins, hélt fast um árar, með grímu á sér, og var að leita að vitanum við höfnina, en loftið í geymunum myndi rétt duga honum til þess að komast þangað, og Jóel flaut frammi í stafni og var að reyna að taka hæð pólstjörnunnar, og þarna flutu um allt húsið skólabræðumir þrjátíuogsjö sem orðið höfðu eilífir á því andartaki sem þeir pissuðu í blómapottana með geislamöðr- unum syngjandi skólasönginn sem snúið hafði verið upp í háðvísur um skólastjórann, og drukku í laumi glas af koníaki úr flösku pápa. Því þeir höfðu kveikt svo mörg ljós samtímis að flætt hafði yfir allt í íbúðinni, og allur fjórði bekkur barnaskóla Heilags Júlíusar hins gestrisna hafði kafn- að á fimmtu hæð hússins númer 47 við Kastilíustræti. í Madrid á Spáni, afskekktri borg brennheitra sumra og ískaldra vinda, borg án hafs og án fljóts, þar sem upphaflegir íbúar, svo jarðbundnir sem þeir voru, náðu aldrei tökum á því að sigla á ljósi. Stefán Sigurkarlsson þýddi 70 á ffSasp/'iá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.