Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 74

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 74
Hjalmar Söderberg En þessi athugun hennar leiddi ekkert í ljós. Hún rétti mér teikning- una aftur og ég ætlaði að halda af stað. En þá kafroðnaði vesalings stúlk- an allt í einu og sagði með grátstafinn í kverkunum: - Svei, það er verulega illa gert af yður að vera að skopast svona að mór. Ég veit ósköp vel að ég er fátæk stúlka og hef ekki haft tök á að menntast neitt að ráði. En þér þurfið þó varla að gera gys að mér út af því. Getið þór ekki sagt mér hvað myndin yðar á að tákna? Hverju átti ég að svara? Ég hefði viljað gefa mikið fyrir að geta sagt henni hvað myndin táknaði; en ég gat það ekki. Því hún táknaði ekki neitt! Já, nú eru mörg ár síðan þetta var. Nú reyki ég öðruvísi vindla og kaupi þá í annarri búð og er lrættur að að velta fyrir mér tilgangi lífsins; en það er ekki þar með sagt að ég hafi orðið einhvers vísari um hann. Stefán Sigurkarlsson þýddi 72 á Jföœý'/já — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.