Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 76

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 76
Erlendir höfundar sjvílí sumarið 1937; hann var dæmdur til dauða og skotinn. - Sjá nán- ar í greinargerð þýðanda aftan við söguna. Rainer J. Hocher [Sjö ljóð bls. 64) fæddist 1948 í Gersdorf í DDR (Þýska alþýðulýðveldinu). Hann stundaði nám í „fjölbrautar-menntaskóla": Polytechnische Oberschule; þessir skólar líktust í mörgu fjölbrautarskól- unum okkar nema að því leyti að sá sem lauk stúdentsprófi var skyldug- ur til að læra einhverja iðn eða starf; þess vegna varð Hocher rennismið- ur og stundaði þá iðn og ýmis tilfallandi störf næstu árin. Auk þess keppti hann í hjólreiðum um skeið. Hann hóf snemma að fást við rit- störf, yrkja ljóð og semja prósa, og hefur þegar gefið út fimm ljóðasöfn en einnig fáein frásagnasöfn og eina skáldsögu. Hispursleysi og djarflegt tungutak einkenna einatt verk hans, einkum ljóðin; þar er honum fátt heilagt enda hefur honum verið líkt við þýsk-bandaríska skáldið Charles Bukowski. Hocher hefur jafnan verið mikill lífsnautnamaður og ekki alltaf í hófi. Á síðasta áratug fór Hocher í heimsreisu um Suðaustur-Asíu og Japan en endaði í Bandaríkjunum þar sem hann vann um tíma við baðmullar- tínslu. Þá var hann reyndar orðinn býsna drykkfelldur og féll að lokum í botnlaust þunglyndi og ætlaði að svipta sig lífi; en skotið geigaði og sjálfsvígið mistókst. Um það skrifaði hann skáldsöguna Tot-gelebt (2000). Fyrir örfáum árum heimsótti hann ísland og dvaldi hér lungann úr sumri. Ljóðin sem hér birtast eru tekin úr ljóðasöfnunum Liebe, Lust &■ Laster (1999)og Aus dem Leben eines Unmaskierten (2001). Giorgi Leonidze (Óskatréð bls. 38) fæddist árið 1898 og gaf út fyrsta ljóð sitt, Mtskhet, árið 1911 og samdi upp frá því margt ljóða og smásagna sem hann birti í blöðum og tímaritum. Safn smásagna hans undir heit- inu Óskatréð kom út 1962. Leonidze var mjög virkur á sviði þjóðmála og var það ekki síst fyrir forgöngu hans að stofnað var þjóðminjasafn í Ge- orgíu enda er það við hann kennt. Einnig beitti hann sér fyrir að komið var upp safni til minningar um Ilja Tsjavtsjavadze í Saguramo í Austur- Georgíu. Giorgi Leonidze lést þann 9. ágúst árið 1966. Gabríel García Marquez (Ljósið er eins og vatnið bls. 68) fæddist 1928 í Aracataca, litlum bæ í Norður-Kólumbíu, skammt frá Karíbahafi. Hann hóf laganám í Bogotá en hvarf frá því til þess að gerast blaðamaður og rithöfundur. Var um skeið fréttaritari í París, Róm og New York. Hann mun hafa tengst samtökum frjálslyndra og vinstri manna í Suður-Amer- íku. í frásögum hans ber æskuslóðir hans við Karíbahaf oft fyrir en í raun 74 á jffieeýfáiá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.