Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 77
Erlendir höfundar
virðist hann hafa alla Suður-Ameríku undir í sögum sínum, sögu henn-
ar, eymd og dulúð. Rithætti hans er við brugðið; orðin elta hvert annað
og stíllinn minnir stundum á straumharðan læk. Þá hefur hann einstakt
lag á að draga upp myndir af veröld sem er í senn raunsönn og yfirnátt-
úrleg.
Gabríel García Marquez varð heimsþekktur fyrir skáldsöguna Cien
ahos de soledad (1967; Hundrað ára einsemd, 1978) og mun hún á ald-
arfjórðungi hafa selst í u.þ.b. þrjátíu miljónum eintaka. Af öðrum sögum
má nefna: E1 coronel no tiene le escriba (1961; Liðsforingjanum berst
aldrei bréf, 1980), Los funerales de la Mamá grande (1962; Af jarðarför
Landsmóðurinnar gömlu, 1985), Relato de un neufrago que estuvo diez
días a la deriva en una balsa ... y olvidado para siempre (1970; Saga af
sæháki, sem rak tíu daga á fleka ... og gleymdist um aldur og eilífð,
1987), E1 otoho del patricia (1975), Cronica de una muerte anunciada
(1981; Frásögn um margboðað morð, 1982), E1 amor en los tiempos del
cólera (1985; Astin á tímum kólerunnar, 1986), E1 general en su laber-
into (1989; Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu, 1989), Del amor y otros
demonios (1994; Um ástina og annan fjára, 1995). Loks má nefna Doce
cuentos peregrínos (1992; Tólf pílagrímasögur) en úr því safni er tekin
sagan sem hér birtist.
Gabríel García Marquez hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1982.
Guðbergur Bergsson þýddi flestar sagnanna sem upp eru taldar hér að
framan; Þorgeir Þorgeirson þýddi Los funerales de la Mamá grande.
Irma Matsjavariani (Fáein orð um georgískar bókmenntir bls. 8) fædd-
ist 1966 í Tbilisi, höfuborg Georgíu. Hún lauk MA-prófi í rússneskri
málfræði og bókmenntum í Háskóla Georgíu 1990 og Ph.B-prófi í ís-
lensku í Háskóla íslands 2001.
Revaz Mishveladze (Klapp bls. 41, Þraut bls. 44) fæddist árið 1940.
Hann stundaði nám í georgískri málfræði og bókmenntum við Háskóla
Georgíu en þar starfar hann nú sem prófessor í nútímabókmenntum.
Hann hefur sent frá sér nokkur smásagnasöfn, það fyrsta árið 1964.
Fimm árum seinna gaf hann út safn af bókmenntaskopstælingum. Hann
er einnig mikilvirkur bókmenntagagnrýnandi fýrir blöð og tímarit. Verk
Mishveladzes hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, þar á meðal rúss-
nesku, úkraínsku, pólsku og víetnömsku.
Knuts Skujenieks (Ekkilíta víð/bls. 47) er einn frægasti og ástsælasti rit-
höfundur í Lettlandi. Hann fæddist í Riga árið 1936, sonur rithöfundar.
á - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
75