Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 79

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Page 79
Erlendir höfundar lokinni réðst August í vinnu hjá póststjórninni. Árið 1902 lauk hann svokölluðu „æðra embættismannsprófi“, kvæntist og flutti til Bremen en var sendur til starfa í Berlín 1905. Þar hóf hann nám í þjóðhagfræði og lauk því með doktorsprófi í Halle 1909. Eftir það vann hann í póstráðu- neyti þýska ríkisins. Árið 1914 kynntist hann Herwarth Walden sem gaf út tímaritið Der Sturm (Stormurinn) og þar birtust fyrstu ljóð hans. Leikrit hans Erwachen (Vakning) kom út 1914 en sama ár var hann kallaður í herinn og sendur á vígstöðvarnar í Frakklandi. Árið eftir kom út ljóðasafn hans Du. Liebesgedichte (Þú. Ástarljóð) en um það leyti var hann sendur á austurvígstöðvarnar og féll 1. september í Horodec í Rússlandi. Árið 1919 kom út eftir hann safn stríðsljóða undir titlinum Tropfblut (Dreypi- blóð). - Sjá ennfremur athugasemd þýðanda um Stramm og expressjón- ismann fyrir aftan ljóðið. Ilja Tsjavtsjavadze (ígálganum bls. 27) fæddist árið 1837 í sveit þeirri í austurhluta Georgíu sem Kvareli heitir. Hann þótti mikill þjóð- málaskörungur og andlegur leiðtogi Georgíumanna. Tvítugur að aldri hleypti Tsjavtsjavadze heimdraganum og hélt til St. Pétursborgar þeirra erinda að leggja stund á laganám. Þar dvaldi hann til ársins 1861 og hafði dvölin í höfuðborg Rússakeisara mikil áhrif á hann, bæði sem rit- höfund og að öðru leyti. Á þeim árum orti hann söguljóðin Skuggi og Ge- orgísk móðir eða þættir úr lífi framtíðar en bæði eru þau innblásin af föðurlandsást og baráttu fátæks fólks gegn óréttlátum stjórnarherrum. Af síðari verkum hans má nefna hið heimspekilega söguljóð Einbúi á fjöll- um. Auk ljóðanna samdi hann fjölmörg prósaverk og ritgerðir, einkum um bókmenntir og fræðslumál. Árið 1873 þýddi Tsjavtsjavadze Lé kon- ung Shakespeares á georgísku í félagi við Ivane Djavakhíshvílí. Þau urðu örlög þessa merka rithöfundar og fræðimanns að hann var myrtur þann 30. ágúst árið 1907. á Jffiœyáiá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 77

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.