Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 8

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 8
Ögmundur Bjamason nafn hans beri eftilvill ekki jafn hátt og ýmissa stundtískuskálda hin síðari ár. Jafnvel þótt hann kæmi hér aðeins tveimur sinnum með rösklega ald- arfjórðungs millibili, sýnist með réttu mega kalla hann vin og velunnara landsins, og þó íslenskra bókmennta sérstaklega, umfram marga gistivini þjóðarinnar fyrr og síðar. I æsku kynntist hann töfrum Islendingasagna og kom út hingað í pílagrímsför ásamt írskum skáldbróður sínum árið 1936, þá tæplega þrítugur, og lýsti þeirri ferð í samvinnu við förunautinn í hinni rómuðu ferðabók Letters from Iceland. Landinu helgaði hann tvö ljóð sín, nefndi það víðar á nafn í ljóðmælum sínum og var óþreytandi að vegsama ágæti íslenskra fornbókmennta í ræðu og riti, auk þess sem hann tók drjúg- an tíma frá öðrum ritstörfum til þess að snúa úrvali úr Eddukvæðum á enska tungu. Það var gæfa þjóðarinnar að ríkisstjórn landsins skyldi hlutast til um að skáldið kæmi hingað öðru sinni árið 1964, þá víðfrægur orðinn um alla vesturálfu, og væri hér sýndur ýmis sómi af opinberri hálfu. Þannig gat landið að nokkru launað þeim manni vinskapinn, sem margsinnis hafði lýst því sem „heilagri jörð“ og óafmáanlega skráð nafn þess í heimsbók- menntir aldarinnar. II Wystan Hugh Auden fæddist í Jórvík í Nyrðra Jórvíkurskíri á Englandi árið 1907 en fluttist ungur með foreldrum sínum til Birmingham þar sem hann ólst upp til unglingsára. Ættarnafnið Auden, sem mun allfátítt á Englandi, áleit hann sjálfur myndu vera komið frá Islandi, sbr. nöfnin Auðun og Auðunn, og frá föður sínum erfði hann dálæti á öllu sem að Islandi laut og þá Islendingasögum fyrst og fremst, sem hann kynntist þegar á æskuskeiði. Faðir hans, George Augustus Auden, er mun hafa rakið ættir sínar til land- námsmannsins Auðunar skökuls, var mikill áhugamaður um fornleifagröft og fornminjar og rannsakaði m.a. og ritaði um mannvistarleifar norrænna manna í Yorkshire og Derbyshire á Englandi. Kom hann til íslands árið 192.3 og gisti þá að Þórði Sveinssyni, yfirlækni á Kleppi, er hann hafði staðið í bréfasambandi við um nokkurt skeið. Auden eldri var að atvinnu mik- ils metinn læknir og síðar prófessor í heimilislækningum við háskólann í Birmingham, en kona hans, Rosalie (Bicknell) Auden, hafði unnið við hjúkrunarstörf á yngri árum. Andrúmsloftið í föðurhúsum mun því hafa verið allvísindalegt, enda Auden eldri mjög náttúruvísindalega sinnaður og átti gott safn bóka um jarðfræði og eðlisfræði auk læknisfræðilegra rita. Átta ára gamall var Auden sendur á heimavistarskóla í Surrey og 13 ára gamall á menntaskóla í Norfolk, þar sem hann lagði einkum stund á líffræðilegar greinar. Um skólaár sín hafa honum farist svo orð: „sem sonur bókelskra 6 á .dSœy/oá — Tímarit þýðenda NR. II / 2007
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.