Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 17
W.H. Áuden
íslandsför og fleiri kvæði
„Stærri í dag“
Stærri í dag, okkur dreymir um kvöld eins og þessi,
er gengum við skrafandi um skjólsæla aldingarða,
þar sem lækurinn liðast um steina, langt undan jökli.
Það snjóar í næturkuli, og draugarnir kalla
af köldum nesjum, úr vindbörðum samastöðum;
of auðveld var þrautin sem andvígismaðurinn lagði
á afskekkta stigu.
Hamingjusöm, en ennþá svo fjarri hvort öðru,
eygjum við ljósin frá býlunum innar í dalnum;
niðri við smiðjuna mennirnir hætta að hamra
og halda til bæjar.
Raddir á morgni munu færa
mörgum frelsi, en ekki þennan frið
sem enginn fugl getur rofið: hverfull en nálægur, nægir hann núna
einhverju, sem uppfyllist hér, er elskað eða þolað.
(192-8)
(Kvæði þetta er tekið úr fyrstu kvæðabók Audens, Poems, frá árinu 1930. Það
er frægt að endemum fyrir kaftein þann Ferguson, sem upphaflega var nefndur
í einu erindi þess og valdið hefúr ljóðskýrendum ómældum heilabrotum allar
götur síðan. I ljóðasafni sínu útgefhu árið 1966 felldi Auden erindið, og þar með
kafteininn, burt úr kvæðinu, og er það þýtt hér eftir þeirri endanlegu gerð þess.)
á - Hann gat ekki hætt að ríma
15