Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 19
Islandsfór ogfleiri kvœði
„Paysage moralisé“
Heyrandi sagt að heyið rotni í dölum,
horfandi gegnum stræti á urin íjöllin,
finnandi sem af hending vorblátt vatnið,
vitandi skip þau brotin er stefndu á eyjar,
vér hyllum þá, sem byggðu þessar borgir
og bera stolt sitt líkast vorum sorgum,
er greina ei líking sína í þeirra sorgum,
sem sendu þá í örvilnan mót dölum;
dreymandi um kvöldlangt labb um lærðar borgir
þeir leiddu ólma hesta sína á fjöllin:
bjargræði þeirra er skolaði upp á eyjar,
og eins þeim gróðurvin sem þyrsti í vatnið.
Þeir byggðu hjá ám og vissu að hæglátt vatnið
sem vall um nætur dreifði þeirra sorgum;
þá dreymdi hvern í sinni sæng um eyjar
og sældarlíf við dans og leik í dölum,
drúpandi sedrusvið og blómskrýdd fjöllin,
saklausa ást - og óralangt í borgir.
Er dagur reis þeir bjuggu enn við borgir;
og engin furðuvera sást við vatnið;
ennþá var gull og silfur fellt í íjöllin
þótt flestum væri hungrið þyngst af sorgum,
jafnvel þótt hnípnir heimamenn í dölum
hlustuðu á farmann predika um eyjar...
„Guðirnir", kvað hann, „vitja oss um eyjar,
og arka tignarlega um vorar borgir;
nú væri rétt að hverfa úr döprum dölum
og demba sér með þeim á mógrænt hafið,
gleyma við hlið þeim hörmungum og sorgum,
þeim hryggðarskugga er kasta á líf vort fjöllin.“
Og margur, efins, flengdist upp í fjöllin
og fórst þar er hann hugðist líta eyjar,
og margur, hræddur, fleytti sínum sorgum
saman með búslóð allri í daufar borgir,
d Jffiœp/há - Hann gat ekki hætt að ríma
17