Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 21
íslandsfór ogfleiri kvœði
„Gegnum nætur hlýju hönd“
Gegnum nætur hlýju hönd
höfug renna sjór og lönd,
Kínastrendur færast fjær
fingrum hennar degi nær
og við Vesturálfu brún
efld af myrkri bíður hún.
Hvert eitt úfið umgangsdýr
inn í dimma gröf þá flýr:
hár og lágur, leiður, gegn
leggst til hvílu sérhver þegn:
ófrýnn lýður ástarfund
á sér þá í fögrum lund
meðan nýrir nettleiksmenn
naktir standa á torgum, en
eyðsluseggjum eflist fé
og þeir gneypu fremja spé:
megi svefnsins sæta kyn
svæfa þá vorn góða vin.
Osnortinn af illri þrá
örgum vélum, leiðum dyn
eða mardraums myrku brá;
hljótt uns röðull rís á stjá
rótt hann hvíli, en vakni þá.
(1935)
(Þetta næturljóð, eða vögguvísa eins konar, er ættað úr leikriti þeirra
Audens og Christophers Isherwood, The Dog Beneath the Skin, frá árinu
1935, en tekið upp í ljóðaúrval skáldsins síðar. Er ekki laust við að hér kenni
nokkurs samhljóms með álfasöng Bokka og félaga í Jónsmessunœturdraumi
Shakespeares, ekki síst vögguvísunni frægu, enda bragarhátturinn nærfellt
hinn sami.)
fá/i, á JBœy/óá - Hann gat ekki hætt að ríma
19