Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 22
W.H. Auden
„Landið hér“
Þú, gestur, líttu landið hér
nú laugast geislum fyrir augum þínum,
í stundarþögn
svo stattu kyr,
að gegnum eyrans undnu lögn
í ákefð megi hvína
hinn höfgi hafsins styr.
Hér áðu um stund á efstu brún
er aldan létt á bröttum kletti ríður
og brotnar djúp
á beittri egg,
og brimið freyðir fram við gljúp-
an stein, og fuglar bíða
um hríð á háum vegg.
I fjarska eins og fljóti korn
í flýti skipin hratt á brottu sigla;
og myndin sú
í minni þínu
mun festast skýrt, sem ský þau nú,
er skorin víkin speglar
og sumarlangt á lygnum sjónum skína.
(1935)
(Hér telja fróðir menn að ort sé um kalkklettana í Dover á suðurströnd
Englands, ugglaust undir áhrifum af frægri lýsingu Shakespeares á þeim,
í Lé konungi, IV. 6. 11-23. Kvæðið mun meðal þekktustu kvæða Audens
og stendur á samnefndri kvæðabók hans frá árinu 1937. Benjamin Britten
hefur gert við það lag, í lagabálki undir sama heiti, On This Island, op. 11 frá
árinu 1938. Kvæðið er með afbrigðum hljómfagurt, enda allt rími slungið
og jafnvel ljóðstöfum á köflum.)
20
á Jföœ^/isá — Ti'marit þýðenda nr. ii / 2007