Jón á Bægisá - 01.02.2007, Side 33
Islandsfór ogfleiri kvœði
„Vögguljóð“
Leggðu kollinn, ljúfur minn,
lúinn á minn breyska arm;
tími og þrautir þurrka burt
þína bernsku fegurð sem
gætir skammt, því gröfin köld
gín við hverri mennskri sál:
en fram í dögun fela skal
faðmur minn þitt unga líf,
dauðlegt, sekt, að sönnu þó
sjálft hið fagra í augum mér.
Ekkert bindur anda og hold:
elskendum sem hvíla í
skauti hennar töfrum tæpt
týnd í ást og algleyming,
ástargyðjan blæs í brjóst
bróðurþeli, samkenning,
ójarðneskri ást og von;
einber meðan hugsýn fær
upp um jökla og eyðilönd
einbúanum líkams-nautn.
Oryggi og tryggðatraust
týnast brott um miðja nótt
eins og klukknaómur deyr,
og óðir hefja tískumenn
upp sinn leiða sífursöng:
sérhver eyrir eyddur hér,
geigvæn táknin greina oss,
greiddur skal, en þessa nótt
engin hugsun, ekkert hvísl,
auglit neitt né koss skal misst.
Fegurð, nótt og nálægð flýr:
næri morgunvindar sem
leika þýtt um þreyttan koll
þetta kvika hjarta og
augu þín á yndi dags,
á .93fí‘y/ijá — Hann gat ekki hætt að ríma
31