Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 38
W.H. Auden
„Eftirmæli um harðstjóra“
Fullkomnun, af einhverju tagi, var það sem hann þráði,
og það sem hann orti var auðskilið hverjum sem er.
Hann þekkti víst lífið eins og höndina á sjálfum sér,
og svo var hann fullur af áhuga um hernaðarfár;
þungbúnir ráðherrar hlógu að hans napra háði
og hópar af börnum dóu er hann felldi tár.
(i939)
„I minningu W.B. Yeats
(d. jan. 1939)“
1.
Hann hvarf á braut á köldum vetri:
það var klaki í ám, flugvellirnir mannlausir,
og mjöllin torkenndi almenningsstytturnar;
silfurgrá málmsúlan hvarf í gin hins deyjandi dags.
Allt ber að sama brunni um það
að hann kvaddi á dimmum köldum degi.
Fjarri skáldinu veiku
skunduðu úlfar um sígrænar merkur,
mölborin áin lét sín ófreistað af bökkum fjarlægra engja;
á syrgjandi vörum
svifu ljóðin ósnortin af dauða skáldsins.
En sjálfur lifði hann þarna sitt síðasta kvöld,
kvöld uppfullt með vökukonur og kjaftagang;
það var uppþot í sveitum líkamans,
auð torgin í huga hans,
þögn þröngdi sér í úthverfin,
árstraumar tilfinninganna kyrrðust: hann varð eitt með lesendum sínum.
Nú er hann dreifður um ótal borgir
og ókunnugum tilfinningum á vald falinn:
skal leita hamingjunnar í annars konar skógi
36
á dffiasyáiá — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007