Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 39
íslandsfór ogfleirí kvœði
og dæmdur eftir lögboði framandi samvisku.
Dauðs manns orð
fá annan blæ í munni þeirra sem eftir lifa.
En í erli og skarkala morgundagsins
þegar veðmangarar í iðrum kauphallanna æpa sem ófreskar skepnur,
og öreigar líða þann skort sem þeir fyrir löngu hafa vanist,
og hver og einn þykist hérumbil sannfærður um frelsi sitt þötraður í eigin lífi,
þá munu fáeinar þúsundir minnast þessa dags
eins og maður minnist þess dags þegar eitthvað fremur óvanalegt hefur gerst.
Allt ber að sama brunni um það
að hann kvaddi á dimmum köldum degi.
2.
Eins og við varstu kjáni: gáfa þín lifði það allt:
afturför líkamans, söfnuð auðugra kvenna,
þig sjálfan. Hið tryllta Irland ók þér að list þinni.
Enn er hið írska veður samt og landið tryllt,
því ljóðið kemur engu til leiðar: það lifir af
í landi síns uppruna þar sem embættismenn myndu
aldrei vilja gera sig gildandi, berst áfram suður
frá bújörðum einmanaleikans og beiskum syndum,
þeim borgum sem við trúum á og deyjum í; það lifir af,
líkast uppákomu, einskonar muður.
3-
Mold, þér virðing víst er ger:
William Yeats er falinn þér.
Ormum vef hið írska fat,
ausið tómt af kvæðamat.
Öll er vesturálfa skyggð
ógn og heift í hverri byggð,
rakkar grimmir geyja ört,
grúfir yfir martröð svört.
á Jffiayríiá - Hann gat ekki hætt að ri'ma
37