Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 42
W.H. Auden
Mig dreymdi að eg sæi hús með hundrað stofum í;
með ótal gluggum á og hundrað hurðum fyrir því:
en engin var okkar af þeim, minn kæri, en engin var okkar af þeim.
Eg stóð á snævi þaktri auðn og horfði hnípinn á
hvar hundrað þúsund hermenn gengu í takti til og frá:
og mændu á mig og þig, minn kæri, og mændu á mig og þig.
(1939)
(„Flóttamannablús“ þessi er ágætt dæmi um kveðskap Audens í hinum
alþýðlegri formum, hér með sniði og orðfæri algengs blökkumannabrags,
blússins, sem allmikill nýjungarbragur þótti að í Evrópu á þeim tíma. Efnið
má heita auðskilið þegar litið er á tilurðartíma kvæðisins, uppgangstíma
nasismans í Þýskalandi með því gyðinga- og mannhatri sem honum fylgdi.
Því má ekki gleyma að Auden var um skeið giftur Eriku Mann, dóttur
rithöfundarins Thomasar Mann, sem eins og kunnugt er mátti ásamt fjöl-
skyldu sinni sæta ofsóknum af hendi nasista og yfirgefa af þeim sökum
heimaland sitt. Til hjónabandsins mun hafa verið stofnað einungis í því
skyni að afla Eriku með því vegabréfsáritunar til Englands, enda voru
þau hjónin lítt eða ekki samvistum og hjúskapurinn ekki langlífur. Mun
Auden því að líkindum vel hafa þekkt til þeirrar neyðar sem flóttamenn frá
Þýskalandi nasismans máttu búa við.)
40
á - Tímarit pýðenda nr. ii / 2007