Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 43
Islandsfór ogfleiri kvœði
„Leidd’ana heim yfir lækinn“
Leidd’ana heim yfir lækinn
og legð’ana niður hjá tré,
þar sem þrestirnir dátt hvern dag og nátt
og vindar úr öllum áttum,
syngja hugþekkan, hugþekkan, hugþekkan ástaróð.
Dragð’enni gullhring á fingur
og feld’ana í örmum þér,
meðan smáfiskar synda og smella af mynd
og froskurinn, allra yndi,
syngur hugþekkan, hugþekkan, hugþekkan ástaróð.
Oll sveitin mun gef’ykkur saman
og veröldin snúa sér við
og húsgögnin laga ykkur hátíðarbrag
og hrossin sem brúðvagninn draga
syngja hugþekkan, hugþekkan, hugþekkan ástaróð.
(i939)
(Þetta dulitla brúðkaupskvæði, eða „Prothalamion" sem enskir kalla, er
upprunnið úr hinum lítt kunna en stórskemmtilega gamansöngleik, eða
óperettu, þeirra Audens og Benjamins Britten, Paul Bunyan, sem frum-
fluttur var af nemendum við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum 1941 en
ekki prentaður fyrr en að báðum höfundum látnum. Er þar kvæðið sungið
í heljarmiklum nýársfagnaði til heiðurs ungum elskendum við almennan
fögnuð og kátínu veislugesta. Kvæðið, sem kalla má gott dæmi um hina
alþýðlegu og söngrænu kvæðagerð skáldsins, tók Auden síðar upp í úrval
ljóða sinna sem hluta af „12 söngvum“ frá árunum 1939-1947.)
á ,33œýr/-já — Hann gat ekki hætt að ríma
4i