Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 48
W.H. Auden
breytti eg þessu í næstu útgáfu í „we must love one another and die“ (við
hljótum að elska hvert annað og deyja). Breytingin virtist mér þó litlu betri
og því strikaði eg allt erindið út. Samt var enn ekki nóg að gert. Mér varð
það ljóst að kvæðið allt var gegnsýrt af ólæknanlegum óheiðarleik og varð
að víkja í heild sinni“.
Engu að síður hefur kvæðið verið meðal eftirlætiskvæða margra les-
enda skáldsins fyrr og síðar og siðferðisboðskapur þess og menningarsögu-
legar vísanir ýmsum hugleiknar. Fræg er ritgerð rússnesk-ameríska skálds-
ins og Nóbelsverðlaunahafans Josephs Brodsky um það í ritgerðasafni
hans OfGriefand Reason. Má þar lesa um ljóðið sem eins konar áminning
um nauðsyn hins réttláta þjóðfélags er grundvallað sé á guðlegum alls-
herjarkærleik - hinu kristna agape — en ekki einstaklingsbundinni eða
holdlegri ást — eros — sem á þó mest ítök í syndugri og hvatvísri mann-
skepnunni:
því villan sem brennd er í brjóst
hverrar konu og karls hér í heim
krefst þess sem eigi er falt:
ekki ástúðar til handa öllum
heldur ástar á sjálfum þeim.
Þarna kvað Auden vitna í ummæli ballettdansarans fræga, Vaslavs Nijinsky,
um ballettstjórann og frömuðinn Sergej Diaghliev, í dagbókum þess fyrr-
nefnda. Hin „gríðarlega imago“ og hinn „geðtruflaði guð“ í 2. erindinu
vísa ugglaust til eins konar freudiskrar greiningar á Hitlersímyndinni, en
Hitler var, sem kunnugt er, fæddur og uppalinn í Linz í Austurríki og ekki
síðri örlagavaldur í lífi þýsku þjóðarinnar og raunar vesturlanda allra en
Marteinn Lúter, sem þarna er einnig nefndur á nafn, var 4 öldum íyrr.)
46
á Jffiœýslrá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007