Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 55
Islandsfór ogfleirí kvœði
þú gengur um garðinn að gera mér grikk með
svo ógnlegu öskri í eldhúsi er þú
kemur, minn kæri.
Þau kysstust. Svo mælti Embill:
Uns ævin er úti
megi hin fjögur andlit sem ástin elur
efla okkar óskir.
Hún mælti:
Ómandi smellur
í sjónglerja-safni systranna þriggja
hylla okkar heiður.
Hann mælti:
Hin himneska tvenna
forða okkar ást frá illum öndum.
Hún mælti:
Og eigandinn ysti, sá elsti og eini
sem heiminum heldur, heit okkar heyra.
Að því búnu sóru þau sitt á hvað.
Ef þú roðnar, þá reisi eg ramböldin.
Sértu þreyttur, þá þríf eg þingið þitt.
Ef þú kallar, þá klifra eg klettana.
Sértu veikur, þá vaki eg yfir þér.
Ef þú grettir þig, girði eg garðana.
Sértu skammfeilinn, skín eg á skó þína.
Ef þú flissar, þá frelsa eg foldina.
Sértu leiður, þá leik eg á lútuna.
Ef þú bliknar, þá brýst eg í borgirnar.
Sértu leiður, þá lauga eg línið þitt.
Ef þú syngur, þá svæfi eg sálirnar.
Sértu hruflaður, held eg í hönd þína.
Ef þú brosir, þá bræði eg bronsið þitt.
á .iSœy/iiá — Hann gat ekki hætt að ríma
53