Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 57
Islandsför ogfleiri kvœði
af móður-mynd, svo megi hann halda
sig herra heimsins. Hjá honum þig haltu:
hvíldu í hug hans í hrífandi þokka,
í æsku hans og elli.
Síðan sneri hann sér að Embli og mælti:
Og þú, ágæti kappi,
veldu þér vegferð og vandraðu víða
um hásléttur hennar, til hamingju hentar;
Ó stattu sem stilkur af stífleika stilltur
í haganum hennar; sem hnarreistur hestur
gæflyndur gakktu um gresjurnar hennar;
dansa sem dádýr í djúpum skógum
og fylltu sem fljót hennar frjósömu dali.
Áfengi, frygð, þreyta og löngunin til að gera öðrum gott hafði nú komið
þeim öllum í slíkt algleymis-ástand, að þeim virtist það einungis vera lít-
ilvæg og hæglega leiðrétt villa, óheilnæmt fæði, ónóg skólaganga eða úr-
elt siðgæðislögmál sem hélt mannkyninu frá hinni þúsund ára jarðnesku
paradís. Það þurfti einungis að leggja sig örlítið betur fram, jafnvel aðeins
að finna réttu orðin að lýsa því, til þess að algjör hamingja helltist yfir furðu
lostna heri þessa heims og útrýmdi um eilífð öllu hatri þeirra og þjáningu.
Slíkt framlag, að því marki sem ástand þeirra leyfði, inntu þau nú af hendi.
Rósetta hrópaði upp yfir sig:
Lát ferlega flokka fella sitt fár í
siðlega söngva, því senn lýkur hildi.
Hin fimlega freyja, fædd til að hörfa,
ergir nú engan.
Embill hrópaði:
Allir í upplausn
hörfa nú herirnir hátt upp í fjöllin
og landvistar-leyfi lána nú öllum.
Þvínæst Rósetta:
Búðir sem buðu fram blikandi byssur
og glæpasögur til sölu sýna
nú kúnnunum kvæðakver og kristal.
d .ídSay/Aá - Hann gat ekki hætt að ríma
55