Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 59
íslandsfór ogfleirí kvœði
fallist svo fús á að færa öllum
grösunum gnægðir af göfgandi vatni,
dýrunum aðstoð og uppfylla alla
mannlega nauðsyn með nýjustu tísku
afgildum greinum ...
(1946)
(Hinn mikli kvæðabálkur Audens „The Age of Anxiety“, útg. 1948, færði
skáldinu, er þá hafði tekið upp bandarískt ríkisfang, hin eftirsóttu Pulitzer-
verðlaun þar vestra. Kvað bálkurinn allur ortur undir forn-engilsaxneskum
háttum eða alltént háttum mjög líkt sniðnum þeim; með stuttum vísu-
orðum og órímuðum, en stuðluðum. Ljær þessi formgerð kvæðinu einkar
frumlegt yfirbragð eða réttara svo fornlegt, þrátt íyrir nýtísk efnistök þess,
að mjög getur reynst erfitt að ráða fram úr því á köflum. Á einum stað
stendur þessi vísa sem ekki verður betur séð en eigi að vera dróttkvæð, þótt
með nokkrum afbrigðum sé;
Hljótt á hauka-vatni
heiðir skapi gleiðu,
líða himin-loða
ljósin skærstra rósa o.s.frv.
Hana syngja þau Rósetta og Embill, sem eins konar ástardúett um miðbik
kvæðis, ör af drykkju og dansi, meðan þeir Malinn og Kvantur horfa á, og
lofa til skiptis guði ástar og víns. Er þá allt persónugalleríið upp talið. En
efni kvæðisins er í stuttu máli það að þessar fjórar manneskjur, þrír karlar og
ein kona, hittast á ölkrá einni á stríðsárunum síðari, þjóra saman fram eftir
kvöldi en halda svo heim til konunnar að ljúka þar drykkju, og hafa þá tekist
ástir með henni og hinum yngsta af körlunum, ungum sjóliða úr flotanum.
Allt er þó ljóslega ein heljarmikil allegoría eða dæmisaga og líkleg sú kenn-
ing sem oft hefur verið haldið fram að persónurnar fjórar tákni hinar fjórar
greinar mannssálarinnar skv. kenningum C.G. Jungs: hugsunina (Kvantur),
tilfinningarnar (Rósetta), innsæið (Malinn) og hvatirnar (Embill).)
á ./3/yy/-:á — Hann gat ekki hætt að ríma
57