Jón á Bægisá - 01.02.2007, Qupperneq 60
W.H. Auden
„Lofgjörð um kalksteininn“
Ef hann myndar það landslag, sem oss hina ístöðulidu
lengir jafnan eftir, þá er það fyrir þær sakir,
að hann hverfur í vatni. Lítið þessar ávölu lágir
með ljúfri blóðbergsangan og undir niðri
hulið kerfi af hellum og víkum; heyrið vatnið
vella hvarvetna fram með kátlegum gáska,
fyllandi tjörn fyrir fiska og grafandi ótal
fínlega skorninga, þar sem fiðrildi og eðlur
eiga sér griðland; skoðið nú þennan skika
skammra vegalengda og afdráttarlausra staða:
hvað er öllu líkara móður eða sæmra svið
syni hennar, hinum ástleitna pilti sem hvílir
með höfuð á sólvermdum steini, og efast aldrei
um ást hennar þrátt fyrir alla hans galla; sem bernskur
þokkinn er hans einasta dáð? Frá veðruðum drögum
í dýrlegar hæðir, frá sprettandi lindum til
sprautandi brunna, frá villtum að yrktum víngarði,
eru vandrötuð en stutt skref, sem brennandi ósk
barns eftir fyllri athygli en bræður þess aðrir,
ýmist með góðu eða illu, getur auðveldlega tekið.
Horfið því á keppinautana, þar sem þeir þræða
þrönga stigu, tveir eða þrír saman, og stundum
hönd í hönd, en aldrei, guðsélof, í takt; eða týndir
á torgi í skuggsælu horni um hádegisbil
í samræður, þekkjandi hver annan svo vel að þeir vita
engin veruleg leyndarmál geymd sín á milli, og geta
alls ekki skilið þann guðlega illsku-ofsa,
sem ei verður lægður með laglegri kvæðisnefnu
eða ljóði: því hafandi vanist við stein sem að gegnir,
hafa þeir aldrei mátt hylja sín andlit í ótta
við ægilegt gosið úr hvernum, sem ei verður haminn;
og augu þeirra, tamin við staðbundnar þarfir dala
þar sem allt er í seilingar- ellegar göngufjarlægð,
hafa aldrei litið inn í þær ómælis-víddir
sem skerpt geta sjónir frumbyggjans; fæddir sælir
hafa fætur þeirra aldrei snert við þeim skepnum
sem skríða um frumskógarbotn, þeim óskapnaði
sem vér eigum, vonum vér, alls enga samleið með.
58
á . jSwydjá — Tímarit þýðenda NR. II / 2007