Jón á Bægisá - 01.02.2007, Page 63
Islandsfór ogfleiri kvœði
„Skjöldur Akkillesar“
Vínlauf og ólífuakra
átti hún von á að finna
greypta í glansandi málminn,
glæstar borgir og skip; en
þess í stað hafði hann þakið
þykkbrýndan skjöldinn með líking
hrollkaldrar öræfaauðnar
undir blýþungum himni.
Gróðurfirrt slétta, grá og þakin sandi,
graslaus og urin, hvergi byggð að sjá,
hvergi neitt æti, hvergi sæti að fá;
en hvert, sem sjónum yrði litið, grá
og litlaus mannmergð, óteljandi andlit,
með milljón augu, milljón skó í röð,
mænandi sviplaust eftir nýrri kvöð.
Andlitslaus reiðirómur studdi það
rökum að markið væri satt og rétt
með hörðum tóni er hæfði þessum stað:
hvergi var tvílað, um ekkert deilt né rætt;
en fylking eftir fylking hulin ryki
þrammaði burt í þöglri trú sem bjó
þeim þráfaldlega síðar angur nóg.
Athöfn og átrúnað helgan
átti hún von á að finna,
blómskrýddar, bjúghyrndar kvígur,
blótstall og dreypifórn; en
þess í stað hafði hann þakið
þykkbrýndan skjöldinn, sem gljáði
ofan á aflinum heita, með
allt öðrum myndlýsingum.
Gaddavírsþráður girti af spildu eina,
sem gættu svitastorknir menn og hjá
þeim foringinn (sem gerði að gamni sínu);
grúi af hversdagsfólki horfði á
á Jföœý’úá - Hann gat ekki hætt að ríma
6i